Leppstjórn?

Þegar ríkisstjórnin ákvað að yfirtaka bankana hélt ég að hún væri að gera það til að verja rétt kröfuhafa. Ríkisábyrgðin   átti að tryggja innistæður almennigs. Þessu trúði ég statt og stöðugt. En leyndin yfir þessu öllu samam fær mann frekar til þess að trúa orðrómi götunar.

 

Orðrómurinn segir að auðvaldið hafi með skipulögðum hætti spillt æðstu mönnum þessa lands með því að leyfa þeim að taka þátt í blekkingarleiknum. Lánað þeim fé til hlutabréfakaupa á ofverðlögðum hlutabréfum. Með þessu móti hafi aðvaldinu tekist að lama ríkisstjórn og stóran hluta þessarar þjóðar.

 

Afleiðingin var skelfileg því auðvaldið er ekki fært um að stjórna þessu landi gegnum kúaða leppa. Baráttuvilji þeirra sem hafa reynt að sporna við þessari þróun var brotin niður af fjölmiðlun sem auðvaldið á. Því er spurning hvort fjölmiðlar taki þátt í þessum feluleik.

 

100 miljarðaranir sem teknir voru út úr Kaupþingi korteri fyrir gjaldþrot utan venjulegs afgreiðslutím eru sagðar löglegar. Ef þær eru svona löglegar tilhvers er þá verið að leyna hvert þær fóru? Hvenær sjá stjórnvöld að þau eru bara leppar auðvaldsins og völdin sem þau halda sem fastast í er ekki þeirra?

 

Hvaðan komu peningarnir hvert fóru þeir? Bankarnir skulda Þýskum bönkum stórar upphæðir. Hvernig datt þessum bönkum að lána þessum bönkum mun hærri upphæð en ríkisábyrgðin gat staðið við?  Er hugsanlegt að þessir banka hafi viljandi gert það til að geta náð öllum bönkunum til sín á spottprís? Var þetta svindl kannski miklu stærra en ferill útrásvíkingana?

 

Voru Útrásarvíkingarnir kannski bara leppar mikklu stæra svindls sem stefnir að heimsyfirráðum auðvalds fárra manna. Ef svo er verður að stöðva slíkt strax í fæðingu.  Þar sem Offari fær ekki að koma fram meir hér á blogginu vill hann þakka þeim fáu sem litu við hjá sér

 

Takk fyrir.


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nú?

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Geturðu ekki komið fram í eigin nafni, með alvöru andlit?

Á ekki að hafa allt opið og sýnilegt? - nema auðvitað það sem ekki þolir dagsljósið.  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:55

3 identicon

Gott að sjá að sumir eru með þefskynið í lagi, vonum jú að þetta verði stöðvað í fæðingu en eins og staðan er orðinn í dag þá verður það erfitt verk. Sorglegt að sjá hvað almenningur er illa upplýstur, og sér sér því einungis þrönga mynd af ástandinu.

Rikilius 29.12.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrr á þessu ári var líka rætt um meintar "árásir" erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf:

"Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings... ...nefnir til sögunnar sjóðina Trafalgar og AKO Capital." ... "Sigurður nefnir einnig bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns í þessu sambandi og segir Kaupþing íhuga málarekstur gegn bandaríska bankanum þótt ekki sé ljóst hvar það mál verði rekið."

- mbl.is 9.4.2008

Bear Stearns heyrir nú sögunni til en rústirnar af honum voru keyptar af JP Morgan á skít og kanil, svo fór Kaupþing um koll og því hætt við að lítið verði úr fyrirhuguðum málarekstri af þeirra hálfu. Varðandi þá aðila sem Sigurður nafngreinir séstaklega þá hafði Davíð nokkur Oddsson gefið eitthvað svipað í skyn um sama leyti svo ég ákvað að kynna mér nánar bakgrunn eins þessara aðila: AKO Capital. Í stuttu máli þá kom í ljós að því er stjórnað af norskum leyniþjónustumönnum (fyrrverandi) með tengsl við eitt af dótturfélögum JP Morgan, sem í hálfkæringi er stundum kallaður "Wall-Street útibú" bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Meira umsögu J.P. Morgan og alþjóðlegra bankavelda má lesa í hinni ágætu bók Falið Vald sem er aðgengileg á vefnum. Vofa Morgans sveimar ennþá yfir vötnum, því að í upphafi bankahrunsins nutu íslensk stjórnvöld víst "ráðgjafar" nokkura útsendara frá JP Morgan fjárfestingarbankanum. Það væri forvitnilegt að fá að vita hvað var nákvæmlega rætt á þessum fundum...

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Offari

Hólmdís Nú fylgist þú ekkert með?

Helga ég get vel komið fram undir nafni en ég lét nægja að senda mynd.  Nafnleysið kom aðallega til vegna þeirra reglna sem MBL setur þótt ég skilji vel þær reglur er ég ekkert hrifinn af reglum...

Rikilius við verðum að skoða málið í víðara samhengi. Og nota hugarflugið til að giska í eyðurnar sem eru faldar fyrir okkur. Því fleiri samsæriskenningar sem koma upp á yfirborðið því betra.  Þegar við loksins komum með verri kenningu en sannleikan finnst þeim kannski betra að sega satt en að láta fólk trúa verri kenningum.

Bofs Já þetta er eitt alsherjar samsæri og ekki kæmi mér það á óvart að samtökin Heyja Norge væru viðriðin málið.

Offari, 30.12.2008 kl. 09:08

6 identicon

Góð færsla hjá þér. Vonandi heldur þú áfram að blogga eftir áramót. Þá undir nafni sem þér leyfist að nota.

Húnbogi Valsson 30.12.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jú jú Offari....veit þetta allt!

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband