Atvinnusköpun stjórnmálaflokkana.

Kosnigarbaráttan þessara kosninga byggist ekki á loforðum sem þarf að svíkja heldu á því að rægja hvern annan niður. Fyrsta sprengjan er fallin og nú þarf sjálfstæðisflokkurinn að senda frá sér svarsprengju til að geta bent á að hinir flokkarnir eru bara ekkert betri valkostur en þeir.

 

Ég reikna með því að sú sprengja falli á Samfylkinguna en þetta stríð mun eingöngu fella fylgi hvers annars. Bombur munu ganga í víxl á milli flokka og ringulreiðin mun á endanum fella flokkakerfið.  Það gildir nefnillega sama reglan um flokkana og um bankana. Ef einn flokkur fellur falla aðrir með.

 

Auðvaldið þurfti að baktryggja sig til að tryggja að stjórnvöld ynnu ekki gegn þeim. Þetta var gert með því að styrkja flokkana. Styrkirnir voru hafði það háir að flokkarnir máttu ekki við því að missa þá. Þannig tryggði auðvaldið sig. En þegar auðvaldið féll föttuðu menn að þetta var ekki í lagi.

 

Vandamálið var hinsvegar það að það var bara of seint að átta sig þegar búið var að falla í gildruna. Yfirklór sjálfstæðismanna finnst mér vera stórundarlegt getur það virkilega verið að engir hafi vitað af þessum peningum? Halda sjálfstæðismenn virkilega að þjóðin trúi þessari þvælu?

 

Við getum aldrei verið vissir um hvort slíkum greiðslum hafi fylgt einhver hvöð svo trúverðuleiki flokkana er fallinn flokkakerfið er fallið. Búmm búið spil. Nú stendur því val þjóðarinar ekki lengur um stefnur heldur trúverðuleik. En þegar engum er hægt að treysta hvað á þá fólk að kjósa?

 

Ég tel ólíklegt að VG hafi tekið við stórum fjárhæðum en ég vill ekki vinstri stjórn. Frjálslyndir virðast óspilltir en  vantar alla reynslu stefnan finnst mér óljós og snúast mestmegnis um kvótakerfið. Borgaraflokkurinn snýst að mestu leiti um stjórnarskrárbreytingar sem vissulega er þörf á.

 

Lýðræðisflokkurinn er styrktur af Ástþóri og þarf því trúlega að fara eftir hans skilyrðum. Úrvalið er því ekki spennandi eftir flokkahrunið. Því tel ég nauðsynlegt að einstaklingsframboð verði lögleitt með hraði fyrir kosningar því fallnir flokkar hafa fullt af frambærilegum frambjóðendum í ónýtum flokkum.

 

Mér er bara spur hvort til séu nægir pennar í landinu fyrir kosningarnar í vor því ég hef trú á að mikið verðu um útstrakanir í komandi kosningum. En grátið í því það verður atvinnuskapand að yfirfara alla útstrikuðu kosningarseðlana, segið svo að stjórnmálaflokkarnir geri ekkert í atvinnusköpum hér á landi.


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég er sammála,vil einstaklingsframboð..styð ýmsa hausa hér og þar....og þakka þér fyrir góð skrif og skynsamleg...og skemmtileg oft.

Við setjum upp pennaverksmiðju og seljum til styrktar góðum  málefnum....

Halldór Jóhannsson, 10.4.2009 kl. 16:42

2 identicon

Það hafa alltaf verið blíantar í kjörklefunum þegar ég hef kosið. Ætli talningamenn séu með strokleður?

Hver eru launin hjá talningafólki?

Húnbogi Valsson 13.4.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband