Þiggjum Norska lánið.

Norðmenn eru tilbúnir til að lána okkur. Tilhvers erum við þá að láta ags og icsave kúga okkur?  Getur verið að ríkisstjórn sé viljandi að láta kúga okkur?  Er Samfylkingin svo ákveðin í að koma okkur í Esb að hún láti visvitandi kúga okkur til að neyða okkur inn í Esb?  Eitthvað er undarleg hér á seiði.

 

Ef við þiggjum þetta lán losnum við við Icsave kúgunina og fáum mun betri samningsaðstöðu.  Sama má segja um Esb samninginn. Ég tel okkur þar vera í betri samningsstöðu ef við losnum við ags kúgunina.  Ég hef verið hlynyir þjóðstjórn strax frá hruni. Sú hugmynd var rædd þá en  samfylkingin hafnaði þeirri hugmynd.

 

Ég vildi að nú tæki við þjóðstjórn sem hugsaði líkt og Ögmundur talaði í kastljósi nú í kvöld. Þing sem koðaði allar leiðir og veldi bestu leið án tilliti til flokkslína. Því ég er sannfærður um að þingmenn hafi vilja og getu til að leiða okkur út úr þessum vanda en flokkslínur hindra þá.

 

Þótt við séum sundruð þjóð með mismunandi skoðanir getum við vel sameinað kraftana.  Ég hef litla trú á að hægt sé að komast út úr þessu án þess að menn þurfi að færa fórnir. Ég vona í framtíðini getum við sagt börnum okkar  með stolt hverni tókst að bjarga því að þau þyrftu að líða fyrir glæp sem þau frömdu ekki.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undir með þér...................vonandi getum við horfst í augu við afkomendur

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2009 kl. 21:30

2 identicon

Ég veit að eftir áratugi, þegar við verðum komin á elliheimili, þá mun fólk af okkar kynslóð svara ásökunum afkomenda sinna með: "Þannig var andrúmsloftið á þessum tíma og við vissum ekki betur" ( Ingibjörg Sólrún, hvað?). Á mannamáli þíðir það: að reyna að ljúga sig undan skömminni.

Húnbogi Valsson 30.9.2009 kl. 21:42

3 identicon

Hvaða lán?

Gísli Baldvinsson 30.9.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta meinta norska lán er af svipuðum meiði og rússalán DO. Þetta frumhlaup eða gönuhlaup öllu heldur er framsókn til, tja, skammar eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.10.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Offari

Maður var kannski fullfljótur að vera bjartsýnn.

Offari, 1.10.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bjartsýni er góð en tálsýn er vond.

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 16:44

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Að sjálfsögðu.

Sigurður Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 22:42

8 identicon

"Getur verið að ríkisstjórn sé viljandi að láta kúga okkur?  Er Samfylkingin svo ákveðin í að koma okkur í Esb að hún láti visvitandi kúga okkur til að neyða okkur inn í Esb?  Eitthvað er undarleg hér á seiði".

Ef 1 + 1 eru 2 ætlar Evruflokkurinn að draga okkur þangað með góðu eða illu.  Ef ekki er þetta nú bara orðið spooky.  

ElleE 4.10.2009 kl. 22:28

9 Smámynd: Offari

Mér finnst þetta líta undarlega út.  Talað var um myntbandalag við Normenn en Ingibjörg Sólrún sló því útaf dagskrá á einhverjum loftslagsfundi við Blá lónið.

Höskuldur kemur með hugmynd um að biðja Norðmenn um lán sem hann hafði fengið jákvæð svör við.  Samfylkingin er fljót að útiloka þenn möguleika og segir það ekki hægt.

Hverjir eru að drepa hér hugmyndir í fæðingu? Hversvegna eru hugmyndirnar drepnar strax frekar en að skoða þá möguleika í kjölinn?  Ef við hefðum fengið Norska lánið. Værum við í mun betri samningsstöðu í Icsave deiluni þar sem ekki væri hægt að kúga okkur+ Ísland væri líka í mun sterkari stöðu í aðildarviðræðum ef við hefðum ekki þörf fyrir lánsfé og hefðu möguleika á myntsamstarfi við Norðmenn

Það er eins og að ríkistjórnin vilji hafa hér allt í óefni þar til kosið verður um Esb. Ef það er rétt hjá mér að ríkistjórnin sé vísvitandi að fresta umbótum finnst mér þeir ekkert skárri en útrásarvíkingarnir sem óvart keyrðu landið í þrot.

Offari, 4.10.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband