Hver borgar afskriftir skulda heimilina?

Ég hef verið mjög hlyntur því að afskrifa skuldir til að koma hagkerfinu aftur í gang.  Ég hef þá verið spurður hvort ég vilji borga skuldir annara, svar mitt hefur alltaf verið nei.  En spurnigin á því miður engan rétt á sér því spurningin á milku frekar að vera svona.  Hvort viltu endurreisa landið á hæfilega skuldugum heimilum eða gjaldþrota heimilum?

 

Svar mitt við þeirr spurningu er að sjálfsögðu vill ég ekki endurreisa landið á ónýtum grunni.  En næsta spurning er líka hver borgar afskriftir skulda heimilana? Ég held að svarið sé enginn.  Hvert verður tap bankana á því að afsrifa skuldir heimilina? Ég held að það verði ekkert heldur því jafnvel þótt höfuðstóllinn verði lækkaðaður ná bankarnir oftast inn upphaflegu lánsfé og rúmlega það.

 

En ef við snúum svo dæminu við hvað gerist ef ekkert verður afskrifað. Gera má ráð fyrir að mikill hluti heimila fari á hausinn og bankarnir sitja uppi með illseljanlegar eignir því fáir kæra sig um að taka lán sem þeir þurfa svo að borga marfalt til baka.  Bankarnir lenda líka í klípu ef þeir ákveða að fara út á leigumakað með þær fasteignir sem þeir ná inn.

 

Því það eru margir sem eiga umframbirgðir af húsum  sem þeir geta borgað af með því að legja þær út. Fari bankar líka að stunda þann rekstur er hætt við að leiguverð lækki og leigusalar missi getuna til að borga af sínum húsum.  Bankinn hefur því ekki efni á að hafna afskriftum.

 

Sumum er kannski ekki viðbjargandi en samt tel ég að ef lánin verði lækkuð nægjanlega mikið geti hagkerfið aftur komið í gang. Fasteignaverð mun lækka en lækkunin verður mun meiri fari heimili í stórum stíl á hausin. Bankarnir verða fyrir tekjumissir en þeir geta komist hjá tapi með því að afskrifa lánin hæfilega.  En hvað sé hæfileg lækkun veit ég ekki en samt tel ég hana vera mun meiri en þau 20% sem framsókn vildi bjóða okkur í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhugsunarvert og satt er það að 20% duga engan veginn.

Árni Karl Ellertsson 1.11.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fínar pælingar. Í mínum huga eru þetta ekki afskriftir heldur leiðrétting á þeim hækkunum sem orðið hafa á lánum almennings síðan kreppan skall á. Þessar hækkanir á lánum eru í raun peningar sem hafa aldrei verið til, fóru aldrei út í hagkerfið nema sem rafræn boð í tölvum, tölur á pappír. Ætlaðar til þess eins að belgja út efnahagsreiking bankana svo þeir líti betur út. Sýna að eignir þeirra væru miklar, líklega svo AGS væri ánægt. Þetta er afleiðing verðtryggingarinnar. Þetta er mannana verk, ekki náttúrulögmál. Þess vegna er auðvelt að laga þetta. Bara spurning um vilja.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.11.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Offari

Já Arinbjörn það er ekkert lögmál til sem segir að peningarnir fjölgi sér ef þeir sofa saman í banka. 

Offari, 2.11.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband