Olía á eldinn.

Ég flutti til Eskifjarðar 2006, Ekki vildi betur til en skömmu eftir að hraustmennið ég flutti þangað fór að bera á veikindum hjá mér.  Snögg og stórhættuleg ofnæmisköst  sem reyndar hurfu sem betur fer aftur.  Síðar fékk ég æðabólgur þar sem ég þurfti  á daglegu lækniseftirliti að halda.

 

Dóttir mín fékk svo hitakrampa þar sem læknir þurfti að fylgja henni í sjúkraflug.  Umræddur læknir er kannski enginn kraftaverkamaður en viðmót hans tel ég hafa gert stóra lukku. Hann var alltaf tilbúinn til að koma til hjálpar og því ekkert óeðlilegt við það að því fylgdi mikil yfirvinna.

 

Enn eitt dæmið um hve annt honum var um sína sjúklinga var að er ég lenti í því óhappi að missa hús mitt hringdi hann í mig og bauð mér hjálp við að leita að húsnæði.  Þessi læknir hefur hinsvegar aldrei beðið um neitt í staðinn.  Því fannst mér ósmekklegt að hlusta á forstjóra HSA  segja að hann væri  notfæra sér sína  skjólstæðinga sér í eigin þágu.

 

Læknirinn myndi aldrei hafa í hótunum við sína skjólstæðinga.  Þetta viðmót finnst mér ósmekklegt enda hefur máli á hendur þessa læknis tvívegis verið vísað, þar sem hann er sakaður um einhverja rangfærslu sem mér skilst að hafi verið leiðrétt að beiðni hans áður en rannsókn á honum  var gerð.

 

Ég hélt að þetta væri hrepparígur og nú skil ég hvernig þessum forstjóra tekst alltaf að kynda undir hvimleitt mál er varðar mann sem reynst hefur skjólstæðingum sínum vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Umræddur læknir er einn af þeim betri sem við á 112 höfum unnið með. Aldrei neitt vesen.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.11.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þekki lækninn eða aðra málsaðila ekki neitt og veit ekki annað um málið en það sem hefur komið í fréttum, þar sem það hefur ekki verið málað björtum litum.

Þessi grein þín Offari er einhver bestu og sterkustu meðmæli sem ég hef séð gefin nokkrum manni. Í ljósi þeirra er ekki undarlegt að Eskfirðingar standi með sínum manni.

Vonandi fer þetta á besta veg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband