Mús drukknaði í álverinu.

Ég veit vel að þetta eru trúnaðarupplýsingar sem ég er að birta hér. Málið er hinsvegar það alvarlegt að þögnin á ekki við.

 

Starfsmaður í baðhreisivirki kom að druknaðri mús er hann mætti til vinnu síðastliðinn þriðjudag. Músin var í skúffu fyrir framan aðgerðaskjá sem stjórnaði vélbúnaði baðhreinsivirkisins. Eitt vakti þó strax athygli að skottið á músini hafði verið fest og sú festing augljóslega gerð af mannavöldum.  Málið var því sent tafarlaust í rannsókn og skipuð fimm manna rannsóknarnefnd.

 

Fljótlega beindust spjótin að manni sem áður hafði verið starfsmaður í baðhreisivirkinu. Hann viðurkenndi að hann hefði fest músina en bætti svo við að æðri maður hafi sagt honum að gera það.  Sá játaði því að hafa sagt Honum að festa músina en hann hefði ekki sett vatnið í skúffuna.

 

Nú fór málið að flækjast því enginn vildi kannast við að hafa sett vatnið í skúffuna.  Ransóknarnefndin fór þá að skoða glæpavettvanginn betur. Leitað var að sporum og mögulegum vatnsílátum.   Er einn nefndarmanna var að skoða í skúffuna fékk hann á sig vatnsdropa. Er hann kíktu upp sá hann sér til mikilla undrunar að hann gat séð neðan í þakið sem var sirka 35 metum beint fyrir ofan skúffuna.

 

Þakleki var því skýringin á druknun músarinar. Smiðirnir voru yfirheyrðir en þeir sögðust hafa farið eftir teikningum og notað efni sem verktakinn skaffaði.  Verktakinn sagði að efnisvalið hafi verið hönnuðana. Hönnuðurnir sögðu að ekki hafi það verið þeir sem ákváðu að byggja þetta álver.

 

Aftur flæktist máli því sumir í ransóknarnefndini höfðu nefnilega verið með í ákvörðunini að byggja álverið. Einn nefndarmanna sem ávalt hafði mótmælt bygginguni hélt mikla ræðu um ábyrgð og hagsmunaárekstra.  Þar sagði hann að nefndin væri óhæf og því ætti að kjósa nýja nefnd.

 

Einn nefndarmannana tók þessu illa sagði ómaklega að sér vegið og sagði sig úr nefndini. Formaður nefndarinar  sagðist ekkert hafa að fela og félagi hans í nefndini sagði að ekki þyrfti endilega að kjósa nýja nefnd þótt hann teldi að framkvæmdastjórinn væri ekki að vinna með sér og ætti því að víkja.

 

Framkvæmdastjórinn sagðist ætla að sitja sem fastast enda væri hann ekki sökudólgurinn því ekki stjórnaði hann veðrinu. Starfsmaður baðhreinsivirkisins var orðinn þreyttur á seinagangnum og tók því til sinna ráða keypti nýja mús, tengdi skottið á henni við tölvuna og ræsti vélasamstæður baðhreinsivirkisins með músini.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á mínum vinnustað var komið að mús í músagildru. Það þótti nokkuð merkilegt, því að umrædd mús var tölvumús.

Ég get trúað þér fyrir því leyndarmáli að það var ég sem kom músinni fyrir í gildrunni.

Annars er þetta mjög góð dæmisaga hjá þér sem lýsir því hvernig háttsettir menn hvar háu launin þeirra eru réttlætt með mikilli ábyrgð, flækja málin (með tilheyrandi aukakostnaði) í því skyni að losna við að bera ábyrgðina.

Húnbogi Valsson 30.12.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband