Jólasteikin.

Jólamaturinn hjá mér í ár verður reykt svínakjöt með brúnuðum karöflum og alles. Svín eru feitar og latar skeppnur sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag án tilits til annara og að éta sem mest. Svín eru ósköp sátt við að vera svin því þau þekkja ekkert annað og umgangast mest önnur svín.

 

Einhvertíman voru sýndir sjónvarpsþættir sem hétu „þú ert það sem þú borðar“ . Þetta stemmir að ég held því sumir eru nautsterkir meðan aðrir eru ljúfir sem lamb og nokkrir algjörir kjúklingar. Það hefur oft verið sagt við mig að ég sé karlrembusvín sem er trúlega eitthvað millistig á manni og svíni.

 

Þegar ég skoða sjálfan mig betur sé ég að ég verð alltaf svínslegri í útliti með árunum . Ég er latur og hugsa meir um eigin hag en hag annar. Ég hef hinsvegar hingað til allveg sætt mig við það að vera svín því ég hafði  hvort eð er ekkert annað en svín til að bera mig saman við.

 

Ég hef reyndar ekki trú á því að ég þurfi að breyta mataræðinu til þess að hætta að vera svín. Ég viðurkenni vel að ég hef svínslegt eðli en það er hinsvegar ég sjálfur sem ræð þvi hvort ég leyfi mínu svínslega eðli að birtast eður ei.  Ég hef hér með ákveðið að hætta að vera svín og ég vona að fleiri hætti því líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HÆTTU ÞESSUM SVÍNSLÁTUM

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Offari

Ég er hættur.  Ætlar þú að hætta að haga þér eins og svín?

Offari, 23.12.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldrei og Nóatúnshamborgarahryggurinn er kominn í hús og yngri dóttir mín faðmaði hann að sér!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband