Offari yfirgefur austurland.

Nú er því miður staðan orðin sú að líklega mun Offari þurfa að yfirgefa austurland. Ástæðan er húsnæðisskortur. En húsaleiga á austurlandi er langt yfir mína greiðslugetu og er mér ljóst að ég get lifað á mun lægri launum á norðurlandi því leiguverðsmunurinn bætir tekjutapið.
mbl.is Íbúðalánasjóður leigir út 34 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Offari

Magnús ég er búinn að skoða bæði þessi hús og gerði staðgreiðslutilboð í annað ´húsið og var hafnað. Þetta tilboð gerði ég áður en kreppan skall á og reyndar áður en ég skoðaði húsið ég fékk gagntilboð þar sem ég þurfti aðins að bæya 500 þús við tilboð mitt og fór því að skoða kofann ég var feginn að tilboðinu væri hafnað.

Vandamálið er hinsvegar að eftir að kreppan skall á týndust hjá mér peningarnir svo ég verð að leigja þangað til að þeir finnast.

Offari, 15.4.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Huga til þín í þessum hremmingum Offari.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vonandi finnast peningarnir þínir aftur, það erfitt að gera góð kaup ef þá vantar.  Bæði þessi hús á Stöðvarfirði eru lúin en geta engu að síður verið góð kaup fyrir rétta aðila. 

Ég skal benda þér á ef ég rekst á góðan leigukost á Egilsstöðum ef þú vilt?

Magnús Sigurðsson, 17.4.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir að minna mig á þetta Offari! Ég held ég eigi met í flutningum. Og flúði frá Íslandi 1988 til Svíþjóðar með konu og 2 börn með það 3ja á leiðinni.

Við vorum svo blönk að við sváfum í tjaldi þangað til við gátum leigt sumarkofa með síma fyrir lítin pening. Svo þegar ég fékk vinnu leið bara hálft ár þar til ég keypti 560 fermetra einbýlishús í Norður Svíþjóð.

Það var ódýrara enn að leigja hálfóníta kjallarakompu í Vesturbænum í Reykjavík. Ég hef oft og mörgum sinnum verið i þínum sporum. Bara ekkert að gefast upp þó það sé á brattan að sækja í svona málum.

Þetta á allt saman eftir að ganga vel hjá þér. Ég er alveg handviss um það.

Kær kveðja kæri bloggvinur,

Óskar 

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband