Eru varnir landsins að breggðast?

Mér fannst alltaf gaman af auglýsingu Kaupþings þar sem lítið var gert úr Breska heimsveldinu á kostnað íslenskrar útrásar.  En nú virðist sem svo að varnir okkar gegn Breska heimsveldinu séu að bresta. Fyrst brugðust bankarnir er í ljós kom að undirstaðan var bara fúasprek.

  

Nú í kvöld brást ríkisstjórn okkar þannig að okkar eina von er forsetinn og samstaða. Ég vona að undirstaða forsetans sé ekki byggð úr sama fúaspreki og bankarnir byggðu á en standist hann áhlaupið þarf sveltandi þjóðin að sýna samstöðu um neiið sem ríkistjórnin klikkaði á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Japanir gerðu tilboð í Færeyjar á sínum tíma þegar allt var í graut, og var það bara fínt tilboð.

Manni líður eins og munaðarleysingja eftir þessa Icesave niðurstöðu...

Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðilegt ár Offari og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Þetta fer allt einhvernvegin..

hilmar jónsson, 31.12.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband