Færsluflokkur: Mannréttindi

Ræðan sem ég flutti aldrei á Austurvelli.

Hér er verið að birta ræður þeirra sem hafa staðið í ræðupúltinu á Austurvelli. Sjálfur er ég ekki sá maður sem þorir að standa í ræðupúltinu fyrir framan fimmþúsund mans. Lítil hugrökk stúlka þorði því , hún og aðrir ræðumenn fá mínar þakkir fyrir. En hvernig myndi mín ræða hljóma ef ég færi í púltið?  Einhvernveginn svona:

 

Ágætu Íslendingar við höfum  verið rænd.  Já hér hefur stærsta rán sögunar verið framið heilu landi var stolið. Og rúmlega það því komadi kynslóðir þurfa líka að halda áfram að vera rænd.  Hvernig var þetta hægt? Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

 

Bankahrunið og neyðarlögin hélt ég að væri stöðvun á ráninu. Ég treysti því að stjórnvöld gerðu sitt besta til að bæta ástandið. En ástandið bættist ekkert ránið hélt áfram.  Þá fyrst fór ég að kveikja á peruni að eitthvað stóralvarlegt væri að. Þjófarnir fengu að ganga lausir og ríkistjórnin var lömuð. Hvernig gat þetta gerst?  Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

 

Ég hef heyrt þær sögur að þjófagengið hafi tælt stjórnvöld og eftirlit í gildru gert þá meðseka með því að lána þeim til hlutabréfakaupa á ónýtum pappírum. Ég hef heyrt það að þjófarnir hafi notað blekkingar til að ljúga upp verð á ónýtum pappírum. Hvernig gat þetta gerst? Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

 

Ég heyrði viðtal við leikara sem óvart lenti inn á einn af undirbúnigsfundum ránsins. Þar var verið að skipuleggja rán á útgerðum landsins, mönnum boðiði að taka þátt í stórgróðasjóð og hagnaðinn átti að flytja út svo enginn þurfti að borga skatta. Hvernig gat þetta gerst. Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

 

Kvótanum var stolið, trúveruleikanum var stolið, húsum okkar var stolið, atvinnu okkar var stolið. Ríkistjórnini var stolið, fjármálaeftirlitinu var stolið, forsetanum var stolið, seðlabankanum var stolið. Trúveruleikanum var stolið, traustinu var stolið og Landinu var stolið.  Hvernig var þetta hægt? Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

 

Sem betur fer náðu þjófarnir ekki að stela sjálfri þjóðini. Þeim tókst jú að kljúfa hana en þjóðin ákvað hinsvegar að sameinst um að endur heimta eigur sínar. Kraftur þjóðarinnar er það sterkur að ekkert getur stöðvað hana. Þjóðin tók þátt í heimssögulegri byltingu og mun endurheimta eigur sínar. Annað er ekki hægt.

 

Ríkisstjórnin hefur eflaust ekki ætlað að láta þetta fara svona en hún verður samt að fara því hún hefur ekkert traust. Fjármálaeftirlitið hefur kannski ekki tekið eftir ráninu vegna blekkingarleik þjófana. Það verður samt að fara því þí er ekki treyst.  Seðlabankastjórnini hefur eflaust reynt að koma í veg fyrir fall krónunar án árangurs. Hún verður líka að fara því henni er ekki treyst.

 

Á nýju Ísland þarf að ríkja traust til að hægt verði að endurreysa eftir hamfarirnar. Afnema þarf lokuð prófkjör og uppröðun á lista. Lýðræðið þarf að virka til að endurbyggja traustið. Þegar traustið er komið er hægt að byggja upp heiðarlegt og nýtt Ísland. Takk fyrir æðislega byltingu.

   

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband