Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Verða útrásarvíkingarnir sekir um morð.

Niðurskurðir í heilbrigðismálum getur kostað að ekki verður lengur hægt að bjarga þeim manslífum sem áður var hægt að bjarga.  Þá er það orðið spurning hvort ekki megi dæma þá sem ollu þessu hruni fyrir manndráp.  Mér finnst þetta bara vera spurning um það hvenær ríkisvaldið fer að taka á þessu en ekki hvort.  Ég trúi því ekki að þessir menn fái að ganga lausir.

 

Nú er bara að panta ísbrjótinn.


mbl.is Flatur niðurskurður hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp með 20% afskrift skulda.

Þegar kreppan skall á skall á var mér straks ljóst að eina leiðin út úr þessu óstandi væri afskiftir skulda.  Fyrirtæki og heimili voru ofskuldsett og gátu ekki staðið við sínar skuldbindingar. Betra var að afskrifa strax en að skella öllum í þrot því hagkerfið byggðist á því að sem flestir lögðu hönd á plóg við að halda því gangandi.

 

Ef farin yrði gjaldþrota leiðin myndi þeim fækka sem hefðu getu til að knýja hjól hagkerfisins og áframhald yrði á samdrættinum. Ef skuldir yrðu afskrifaðar myndi gjaldþrotum fækka til muna og fleiri gætu tekið þátt í endurreisnini. Samdráttur myndi minnka eða jafnvel snúast aftur í hagvöxt.

 

Framsókn kom með tilögu um 20% flata afskrift skulda. Mér þótti þessi hugmynd bráðsnjöll en sumum þótti  hún arfavitlaus.  Þeim sem þótti hugmyndin arfavitlaus komu með þær hugmyndir að taka hvert dæmi fyri sig, afturfærslu vísitölunar til 1 jan 2008 lengja lánin og 4 miljón króna flatan niðurskurð skulda.

 

Allar þessar lausnir eru færar en ég er samt á því að 20% afskriftaleiðin sé greiðfærust þótt sumir þurfi líka á hinum leiðunum að halda.  Að meta hvert dæmi fyrir sig er seinfær leið sem ég tel að muni mismuna skuldurum því þeir sem hafa vel rekin heimili fá minni afskrftir en illa rekin heimili.

 

Lánalengingarleiðin er líka seinfær þar sem hvert og eitt dæmi er tekið sér.  Ég er hræddur um að ef þessi leið verður eingöngu fyrir valinu þá muni frosti fasteignamarkaðsins seint slota. Þó tel ég þessa leið nauðsynlega fyrir suma með öðrum leiðum.

 

4 miljóna flatur niðurskurður hjálpa mörgum en ekki endilega þeim sem þurfa hjálp.  Afturfærsla vísitölunar  er greiðfær leið en hefur þann ágalla að sú leið er tekin af ellilífeyrir okkar sem þegar hefur tapað tölvert á hlutabréfabraskinu.

 

20% afskritaleiðin byggist á því að erlendir kröfuaðilar afskrifi kröfur sínar á móti. Þessi leið er vel fær því nú þegar  er búið að semja um 50% afskrift.  20% afskrift eykur líkurnar á því að það náist meira upp í kröfur, gefur líka sanngjarna samkeppnisstöðu.

 

Það er ekki sanngjarnt að Vodafon fá afskifaðar skuldir en Síminn ekki þar sem hann er vel rekinn.  Að skoða hvert dæmi fyrir sig hvetur til vanskila því vanskilin verða alltaf höfð í forgang í þeirri skoðun. Því mæli ég með 20% flötum niðurskurði og lánalengingu til þeirra sem þurfa meiri aðstoð.

 

Framsókn komst ekki í stjórn en þeir geta samt unnið áfram í málinu með því að finna þingmeirhluta fyrir þessari hugmynd. Það gera þeir með því að kynna öðrum þingmönnum betur hugmyndina og ég hef trú á því að hægt sé að finna þingmeirihluta fyrir þessa hugmynd.

 

Fólkið í landinu á alltaf að vera fyrst í forgangsröðun verkefna þingsins. Það er fólkið í landinu sem kýs á þing en ekki bankar og fyrirtæki. Það er fólkið í landinu sem getur endurreist bankakerfið og atvinnulífið. En það er ekki hægt með gjaldþrota fólki.

  
mbl.is Niðurfellingum á skuldum stjórnenda verður vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tekur við?

Ég spá því að nú sé stutt í kosningar. Hvað tekur við er óljóst þjóðin er leiðtogalaus og efnahagsástandið skánar ekkert við það að kjósa einhverja aðra ríkisstjórn.  Hinsvegar mun næsta ríkisstjorn vinna fyrir fólkið í landinu tala við fólkið í landinu og greina frá stöðuni.

 

Næsta ríkisstjórn mun vita að fólk vill ekker t leynimakk flokksvinagreiða eða sótsvart svínerí. Næsta ríkisstjórn veit að hún verður að vinna fyrir fólkið í landinu ef ekki fær hún bara spark í rassinn og aftur þarf að kjósa. Ég veit ekki hvað við þurfum að kjósa oft til að frambjóðendur skilji vilja vinnuveitanda sinna.

 

Ég vona bara að það sé auðskilin krafa að fólkið vill að unnið sé í þágu þjóðar sem vill að réttlætið sé forgangsatriði.  Það er ekkert réttlæti í því að láta brotamenn ganga lausa meðan fórnarlömbin eru fangelsuð.  Með von um að nýtt Ísland rísi brátt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband