Færsluflokkur: Evrópumál
31.12.2009 | 16:32
Undarlegt.
Ég fylgdist með þegar ríkisstjórnin samþykkti þessi ólög. Eitt vakti samt mikla athygli hjá mér. Það var maðurinn sem stóð í pontu og samþykkti þjóðaratkvæðagreiðslufrumvarpið og lýsti því yfir að hann myndi skrifa undir InDefence næði það fumvarp ekki í gegn.
Síðar um kvöldið steig þessi sami maður aftur í pontu og samþykkti sama frumvarp og hann ætlar að biðja forsetann um að hafna. Hvernig geta menn samþykkt eitthvað en um leið ætlast til þess að aðrir hafni?
Undirskriftir yfir 49.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2009 | 16:24
Ferkantaðar ljósaperur.
Stuttu eftir að Jón Baldvin fékk allt fyrir ekkert flutti fyrirtæki sem ég vann hjá inn tvo trailervagna frá bandaríkjahreppi og hugðist skrá þá hérlendis. Vandamálin við skráninguna fólust helst í því að vagninn var með hringlótt ljós. En Allt fyri ekkert fór fram á að ljósin væru ferköntuð.
Þarna fannst mér staðlarni vera full grófir ekki það að ég hafi neitt á móti stöðlum en þeir meiga samt ekki skaða hönnunarfrelsið. Á þessum tím var ekki búið að finna upp ferköntuðu ljósperuna svo í raun var ekki hægt að sjá úr fjarlægð hvort ljósin voru hringlótt eða ferköntuð.
Kaninn var líka með staðla. Tildæmis held ég að aðeins tvær gerðir að aðalljóskerjum hafi verið notaðar á Amerískum bílum frá ca 1940 til ca 1975. Þetta voru fjögra og sex tommu hringlótt ljós sem einkenndu flesta bíla á þessum árum. Evrópubílar voru þá hinsvegar með sérstökum ljósum sem þeir þurftu svo að afbaka á sínum bílum ef þeir vildu selja þá í Bandaríkjahreppi.
Sem dæmi get ég nefnt Bjölluna, Bensinn og Peugotinn sem fór flatt á þeim útlitskröfumm sem kaninn gerði. Ég held reyndar að allir lósastaðlar sem takmarki útlithönnunini séu nú horfnir þótt vissulega sé ljósmagnið ennþá samkvæmt reglum. Eignig hefur verið nýbætt þeirri reglu að bílar skulu vera þannig hannaðir að jafnvel konur geti hugsanlega skipt um ljósaperur í aðalljóskerum bílana.
Við byggingu álvers Fjarðaáls flutti Bechtel inn nýja Ameríska vörubíla sem aldrei fengu samþykkta skoðun frá íslenskum skoðunarstöðvum sökum þess að ökuritar þeirra væru ekki framleiddir með leyfi Evrópusambandsins. Ég held að til séu mun fleir dæmi um fáráleik ESB staðlana, Ég er tildæmis ekki svo viss um að glóðarperubannið sé eitthvað umhverfisskaðlegra en gasperuskildan.
Eitt skýrasta dæmið um það hve staðlar geti haft neikvæð áhrif eru McDonald staðlarnir. Þar átti kúnninn að geta treyst því að fá sama bragðið hvar í heiminum sem hamborgarii var keyptur. Þegar reynt var að bjóða Íslendingum þessa stöðluðu borgara, kom í ljós að eingöngu var hægt að selja þeim sem voru vanir góðu hráefni var að höfða til barna.
Börnin borðuðu ekki borgaraana en þeim fannst leikföngin heillandi.
Lántökur Evrusvæðis hálfu lægri en hjá Bretum og Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |