Færsluflokkur: Ljóð

Blogg.is

Ég fékk eftirfarandi bréf frá blogg.is

 

Ágæti bloggari.Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Starri Hjartarson. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.Smelltu hér til að birta Starri Hjartarson sem ábyrgðarmann bloggsins þíns.Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund. Rétt er að ítreka að sé ábyrgðarmaður ekki birtur getur þú hvorki bloggað um fréttir né birtast bloggfærslur þínar á forsíðu blog.is.Kveðja, blog.is

 Bréf þetta segir mér að augljóslega viti þeir hver er ábyrgur fyrir skrifum Offara en afhverju þarf að auglýsa það? Offari er skáldanafn líkt og fleiri hafa kosið nota. Munur á skáldanafni og mínu nafni er sá að sé skrifað undir skáldanafni ber að hafa fyrirvara á öllu sem skáldið segir. Sé skrifað undir eigin nafni þar sá hinn sami alltaf þurfa að taka það fram. Að hann hafi annaðhvort örugga vitneskju um það sem hann segir eða taka fram að þetta séu óstaðfestar fréttir. Stjórn Offara neitar að birta nafn ábyrgðarmans við bloggfærslur sínar.


Leppstjórn?

Þegar ríkisstjórnin ákvað að yfirtaka bankana hélt ég að hún væri að gera það til að verja rétt kröfuhafa. Ríkisábyrgðin   átti að tryggja innistæður almennigs. Þessu trúði ég statt og stöðugt. En leyndin yfir þessu öllu samam fær mann frekar til þess að trúa orðrómi götunar.

 

Orðrómurinn segir að auðvaldið hafi með skipulögðum hætti spillt æðstu mönnum þessa lands með því að leyfa þeim að taka þátt í blekkingarleiknum. Lánað þeim fé til hlutabréfakaupa á ofverðlögðum hlutabréfum. Með þessu móti hafi aðvaldinu tekist að lama ríkisstjórn og stóran hluta þessarar þjóðar.

 

Afleiðingin var skelfileg því auðvaldið er ekki fært um að stjórna þessu landi gegnum kúaða leppa. Baráttuvilji þeirra sem hafa reynt að sporna við þessari þróun var brotin niður af fjölmiðlun sem auðvaldið á. Því er spurning hvort fjölmiðlar taki þátt í þessum feluleik.

 

100 miljarðaranir sem teknir voru út úr Kaupþingi korteri fyrir gjaldþrot utan venjulegs afgreiðslutím eru sagðar löglegar. Ef þær eru svona löglegar tilhvers er þá verið að leyna hvert þær fóru? Hvenær sjá stjórnvöld að þau eru bara leppar auðvaldsins og völdin sem þau halda sem fastast í er ekki þeirra?

 

Hvaðan komu peningarnir hvert fóru þeir? Bankarnir skulda Þýskum bönkum stórar upphæðir. Hvernig datt þessum bönkum að lána þessum bönkum mun hærri upphæð en ríkisábyrgðin gat staðið við?  Er hugsanlegt að þessir banka hafi viljandi gert það til að geta náð öllum bönkunum til sín á spottprís? Var þetta svindl kannski miklu stærra en ferill útrásvíkingana?

 

Voru Útrásarvíkingarnir kannski bara leppar mikklu stæra svindls sem stefnir að heimsyfirráðum auðvalds fárra manna. Ef svo er verður að stöðva slíkt strax í fæðingu.  Þar sem Offari fær ekki að koma fram meir hér á blogginu vill hann þakka þeim fáu sem litu við hjá sér

 

Takk fyrir.


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu glæpamennirnir.

Marasögur 1.

Marasögur eru byggðar á sannsögulegum heimildum þó svo ekki sé alltaf sami Marinn að verki því Mararnir eru margir og því setti ég númer á þessa sögu til að geta bætt við ef ég nenni að skrifa fleiri svoleiðis sögur.

 

Ungur sjómaður er Mari hét hafði þann ágalla (eða kost) að gerast nokkuð skáldlegur er í glasið var komið. Naut Offari þess að drekka með honum því skemmtilegar sögur hans voru svo sannfærandi að ég held jafnvel að Mari sjálfur hafi trúað sínum eigin lygasögum. Hann gerðist æfinlega meiri maður er vínið komst til áhrifa Skipstjórinn, Útgerðarmaðurinn eða Verktakinn jafnvel átti til að segja íþróttaafrekssögur frá þeim Ólumpíuleikum er hann hafði keppt á.

 

Þær eru nánast óteljandi þær sögur af Mara þar sem þessi árátta hans var til tjóns. Og sumar hafa jafnvel komist í fréttir útvarps og blaða. Man Offari eftir frétt í útvarpi sem fjallaði um er maður nokkur kom við í bílaumboði og festi sér kaup á dýrustu gerðini með innistæðilausum tékka. Þar hafði Útgerðarmaðurinn Mari mætt með troðfullt hefti af aurum sem voru ekki til, en samt vildi hann fá að hringja í bankan áður en hann skrifaði tékkan til að vera viss að búið væri eð leggja inn. Ekki þótti sölumönnum ástæða til að kanna hvort innistæða væri fyrir þessu því Mari var sjálfur búinn að tékka á því.

 

Mari var ekki hættur í þeirri ferð því áður hafði hann hringt í hótel eitt og pantaði herbergi handa áhöfnini því hann ætlaði að halda þeim veglega árshátíð í bænum. Svo bað hann hótelstjórann um að setja viskýflösku í hvert herbergi enda átti áhöfnin það skilið fyrir fengsæld mikla. Mætti Mari á áðurnefnt hótel á nýja forstjórajeppanum með nokkur blóm sem hann vildi fá að setja í herbergin áður en áhöfnin kæmi. Mari fékk lykla af öllum herbergjum er hann hafði pantað þar setti hann blómin á náttborðin en tók hinsvegar með sér Viskýið og þakkaði fyrir sig.

 

Hvorki áhöfnin né Mari létu sjá sig þetta kvöld enda var Mari farin frá borginni og komin á bullandi fyllerí með skipsfélögum sínum í boði hótelsins.

Þessi Mari er nú látinn í dag. Sögur herma að hann hafi fengið marga dóma fyrir brot sín en mikð þættu mönnum brot hans lítilvæg í dag.


Hálslón.

Fyllist ker við Kárahnjúka
kjaft núna hér aular brúka
með eða móti
mjög veldur róti
má ekki nú deilum ljúka?

Gruggugt vatn nú fjöll kaf-færir
fagran dal og land vort særir
hækar nú hálslón
hér gleðjast álsflón
Austfirði nú auði nærir

Náttúran er fjarlægð falin
fjandans þjóð nú orðin galin
skaðann má skera
skurð má hér gera
skilum þvi aftur í dalinn.

Eldur.

Þetta ljóð var samið þegar Eldur var valinn sem þarfanaut húsdýragarðsins.  Eldur er reyndar fallin frá því þarf að semja annað ljóð um andlátið.

Þingeyingur þarfanaut

Þjóðhetjan er okkar

Alinn hér við litla laut

Laugaból hér þokkar.

 Framsókn sendir færan mann

Fagran bola krýnir

Guðni núna greiða þann

Gæði hans nú sýnir.

 Boli þessu bóli frá

Borgargarðinn sækir

Kýrnar núna kauða þrá

Kvennabúr sitt rækir.

 Beljur núna beyða ört

Bolinn þarf að vinna

Kvígur sína brjóstin björt

Búkollu má sinna.

 Glingur hans í gang nú fer

Gerir mikin usla

Kýrnar röðum koma hér

Kauði fer að busla.

 Eldur hérna óður var

Æstur hvergi keikur

Eldur hér og Eldur þar

Eldur hér um leikur.

 


Fyrstu tilraunir.

 

 

Þessi ljóð voru samin þegar ver var að reyna að læra ljóðagerð.

 

Víst má ganga að því gefnu
Hvað vinstri-grænir brasa
Þeir boða þykka menntastefnu
Og Þjóðnýtingu grasa

 

Jóakim er prakkari
Segist vera kænn
Ofurhetjan offari
er ekki vinstri grænn

 Hef lesið lög og reglur
Lærist samt ei í bráð
Ég sem bara naga neglur
Námsfús sem vantar þráð.

Hrukkurnar í Hafnarfirði
Hafa lítið Rými
Ellin verður okkur byrði
Þó að sé nægur tími.

Þorði Þrjóskur riddari
Þetta lét hann gera
Hefur herra yddari
Helling um að vera.

Vel er Ómar vakandi
Varla bílar sprækir
Ofurlúsin akandi
Ísfjörð þann heim sækir

Skammast fyrir skandal minn
Skelfilegt að heyra
Víst er betri bragur þinn
Best væri að kunna meira.

Húsasmiðjan tekið hefur
Hugmynd byko manna
Verðverndina okkur gefur
Vill einhver þetta banna


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband