Verða útrásarvíkingarnir sekir um morð.

Niðurskurðir í heilbrigðismálum getur kostað að ekki verður lengur hægt að bjarga þeim manslífum sem áður var hægt að bjarga.  Þá er það orðið spurning hvort ekki megi dæma þá sem ollu þessu hruni fyrir manndráp.  Mér finnst þetta bara vera spurning um það hvenær ríkisvaldið fer að taka á þessu en ekki hvort.  Ég trúi því ekki að þessir menn fái að ganga lausir.

 

Nú er bara að panta ísbrjótinn.


mbl.is Flatur niðurskurður hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skelfilegar afleiðingar gjörða þessara manna verða meir en okkur grunar. Nú þegar nánast á að LSH niður á margt skelfilegt eftir að koma í ljós. Þessi spurning þín á fyllilega rétt á sér.

Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því miður er þetta rétt hjá Offara. Öll skerðing þjónustunnar kemur niður á heilsu almennings í einni eða annarri mynd, tölfræðilegar líkur á alvarlegum skaða munu aukast og vafalaust mun heildarskaðinn nema tugum ef ekki hundruðum mannslífa á ársgrundvelli. Óhugguleg tilhugsun - en óhjákvæmileg. Það er þó gott til þess að vita að stjórnin skuli ekki fækka sendiráðunum.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ujú, ein af afleiðingum hrunsins og niðurskurðarins eru mörg ótímabær andlát. Jakobína, sérleg vinkona AGS og ríkjandi stjórnmálamanna hefur margoft bent á það. Ballið er varla hafið minn kæri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.10.2009 kl. 17:20

4 identicon

Ef það skeður sem ég býst við að þessir glæpamenn sleppa með skylorðsbundna dóma þá mun dómstóll götunar taka málið upp.

Árni Karl Ellertsson 5.10.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dómstóll götunnar? Með rauða málningu og sýru? Nei þá vil ég heldur að þeir sleppi.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 21:48

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari...............niðurskurður  til heilbrigðismála hefur lengi orkað tvímælis.....nú margafldast hættan á mistökum.............dauðans alvara

Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2009 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband