8.11.2009 | 21:58
Efasemdamenn Íslands.
Ferð sem átti að vera til Akureyrar hafði óvæntann endir.
Síðasta sumar fór ég í ferðalag á mínum gamla vörubíl sem ég kalla yfirleitt Gamla Rauð. Ferðin var upphaflega hugsuð til að ná í járn sem ég ætla að nota í húsbyggingu mína á Austurlandi. Gamli Rauður er nú ekki snar í förum enda er hann kominn á efri ár og ætti því frekast heima á safni. Farið var árla morgunns á stað því þó að vegir séu orðnir góðir þá var bíllinn framleiddur löngu áður en búið var að finna upp slétta veg, og því ekki gerður fyrir þau akstursskilyrði.
Eitthvað var um punteringar á leiðinn, og þurfti ég að koma við í Mývatnssveit, þar fékk ég mér bætur og auka slöngu. Þegar ég var að fara út úr þorpinu tók ég eftir að kona í hvítum kjól var á puttanum af prakkaraskap ákvað ég að stoppa til að bjóða henni far. Þess skal nú getið að Gamli Rauður byrjaði æfi sína sem fiskflutningabíll á síldarárununum og ekki hafði en verið búið að ná fýlunni úr honum því hentaði hann ekki fyrir hvíta kjóla enda er Rauður aðalega notaður til að fara með rusl og í önnur óþrifaverk.
Mér til mikillar óánægju var kona þessi karl með skegg, og ekkert of snirtilegur til að ferðast með í Gamla Rauð. Áður en ég spurði, spurði hann mig hvert ferðinni væri heitið? Ég sagðist vera á leið til Akureyrar, hoppaði hann þá uppí og sagði ég kem með. Nú var ekið á stað og fór ég að spjalla við kauða spurði hann hvaðan hann væri? Frá Nasarett svaraði hann um hæl. Svarið stóð í mér enda átti ég ekki von á öðru en að hér væri Íslendingur á ferð, því hann var ekki með neinn farangur, og talaði lítalausa Íslensku.
Því næst spurði ég hvað hann væri búinn að vera lengi á Íslandi? Aftur var svarað um hæl ég var að lenda sagði hann og glotti. Hví glottir þú? spurði ég, nú reyndar var mér hætt að lítast á blikuna. Þú hefur greinilega ekki hugmynd hver ég er sagði hann á móti, nú lagði ég höfuðið í bleyti átti ég að kannast við hann? Var hann frægur poppari eða leikari? Ekki loguðu nein ljós hjá mér því jánkaði ég. Ég er Jesús frá Nasarett sagði hann og sýndi mér örin á höndum sínum.
Nú varð ég sveittur enda komin með geðveikann ruglukoll í bílinn þagði ég enda allveg orðlaus en Jesus spurði ertu efasemdarmaður? og glotti aftur. Jánkaði ég því enda taldi ég tilgangslaust að reyna annað því Jesús sæi örugglega í gegnum mig. Þú myndir ekki sjá mig ef þú trúðir ekki, sagði Jesús og hló.
Við vorum staddir við másvatn því þótti mér kjörið tækifæri að stoppa og sagði við hann hvort hann vildi ekki fá sér smá göngutúr á vatninu. Jesus fór úr bílnum og labbaði að vatninu og baðaði sig í vatninu. Nú greip ég tækifærið og hringdi í 112 og tjáði þeim söguna og spurði hvort einhver hafi sloppið af kleppnum.
Trúlega hef ég bara lent á 118 því þau gáfu mér bara samband við klepp og þurfti ég því að endurtaka alla sólarsögunna þar tjáði mér geðlæknir að ég yrði að halda uppi samræðum við manninn og koma með hann á kleppinn. Jánkaði ég þessu án þessa að hugsa út í það að þarna væri ég búinn að lofa upp í erm mína, enda tölverð keyrsla fyrir Gamla Rauð, og óvíst að honum entist æfin í svo langa ferð.
Jesús kom nú aftur í bílinn skraufa þurr og tandurhreinn nú var ég ófeiminn og fór straks að gantast við hann spurði hversvegna henn hefði ekki gengið á vatninu? þá svaraði hann á móti að vatnið hafði verið of blautt og glotti aftur. Ekki fór ég að þræta við Jesús enda taldi það vera ógerlegt, heldur hélt áfram að spyrja nú vildi ég vita hvaða erindi hann ætti til Íslands? Aftur svaraði Jesús að hann væri að vinna sérstakt verkefni, sem væri trúnaðarmál svör hans voru svo ákveðin að ekki gat ég með nokkru móti séð að hann væri að fatta að ég væri að atast í honum.
Haldið var áfram og mikið spjallað kom mér mjög á óvart hvað Jesús vissi mikið um mín mál. Er við vorum á Fljótsheiðinni komum við að ljótu slysi þar sem fólksbíll hafði farið út af veginum og á miðjum veginum stóð grátandi stúlka. Ég stoppaði Jésús sagði mér að hugga stelpunna og ég gerði það. Leit svo á bílinn þá áttaði ég mig á að það var kraftaverk að þessi stúlka var á lífi.
Fljótlega komu fleiri að þessu slysi og ákvað ég þá að halda áfram för minni. Gamli Rauður hafði nefnilega ekki mætt í skoðum svo árum skipti því þótti mér best að forða mér áður en lögreglan kæmi.
Áfram var haldið Víkurskarðið hafði ávalt reynst Gamla Rauð þrautinni þyngri, enda var hann yfirleitt smeikur við brekkurnar. Því kom mér það spankst fyrir sjónir að sjá Gamla Rauð fara upp skarðið, án þess að hiksta, og ekki þurfti að stoppa til að kæla skrögginn.
Á Akureyri vildi hinsvegar svo óheppilega til að lögreglan þurfti endilega reka augun í það að Gamli Rauður hafði ekki verið skoðaður síðan 1993. Ég var stoppaður og mér bent á það sama, sagði ég þeim alla söguna og að ég yrði að fá að koma þessum geðsjúkling á klepp.
Lögreglumaðurinn leit inn í bílinn hristi svo hausinn og sagði það er enginn í bílnum. Þá varð mér ljóst að þessi lögregluþjónn var efasemdar maður og gat því ekki séð Jesús. Tjáði ég þessum syndasel að ekki væri furða að hann sæi ekki guðssoninn þegar hann væri svona illa innrættur.
Samkomulag náðist með herkjum að ég færi með bílinn í hvelli í skoðun. Farið var með Gamla Rauð í skoðun ekki átti ég von á góðu enda er skröggurinn orðin frekar músétinn. Skoðunnarmaðurinn hristi haus sinn all verulega er hann sá Gamla Rauð, því sá ég ástæðu til að segja honum sögu mína.
Þrátt fyrir að maður þessi væri efasemdar- maður, sem ekki gat séð frelsara okkar lét hann mig fá skoðun á bílinn, svo að ég gæti komið Jesús á klepp. Ferðin til borgarinnar gekk nú greiðlega, enda var ég með Guðssoninn í bílnum, og rataði ég beint í borgina.
Staðnæmdi ég Gamla Rauð fyrir utan klepp, og fór með Jesús inn. Þar talaði ég við læknir sem var reyndar frekar vantrúaður líka. Þar sem enginn hræða á klepp sá Jesús varð ég að fylgja honum í meðferð þessari og en eru eintómir efasemdarmenn hér því kemst ég ekki heim um Jólin.
Athugasemdir
Mögnuð og góð saga, takk fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 14:06
Ég vildi koma því að hér að ég henti þér ÓVART út og lokaði á þig, um daginn í staðinn fyrir annan. Nú er ég búinn að laga það.
Afsakaðu fljótfærnina.
Þórarinn Þ Gíslason 19.11.2009 kl. 13:46
Frábær saga!
Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 12:55
hehe góður, bara góður
Jón Snæbjörnsson, 8.12.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.