30.5.2006 | 22:41
Fyrstu tilraunir.
Þessi ljóð voru samin þegar ver var að reyna að læra ljóðagerð.
Víst má ganga að því gefnu
Hvað vinstri-grænir brasa
Þeir boða þykka menntastefnu
Og Þjóðnýtingu grasa
Jóakim er prakkari
Segist vera kænn
Ofurhetjan offari
er ekki vinstri grænn
Hef lesið lög og reglur
Lærist samt ei í bráð
Ég sem bara naga neglur
Námsfús sem vantar þráð.
Hrukkurnar í Hafnarfirði
Hafa lítið Rými
Ellin verður okkur byrði
Þó að sé nægur tími.
Þorði Þrjóskur riddari
Þetta lét hann gera
Hefur herra yddari
Helling um að vera.
Vel er Ómar vakandi
Varla bílar sprækir
Ofurlúsin akandi
Ísfjörð þann heim sækir
Skammast fyrir skandal minn
Skelfilegt að heyra
Víst er betri bragur þinn
Best væri að kunna meira.
Húsasmiðjan tekið hefur
Hugmynd byko manna
Verðverndina okkur gefur
Vill einhver þetta banna
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 22:06
Fyrsta bloggfærsla
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)