Eldur.

Þetta ljóð var samið þegar Eldur var valinn sem þarfanaut húsdýragarðsins.  Eldur er reyndar fallin frá því þarf að semja annað ljóð um andlátið.

Þingeyingur þarfanaut

Þjóðhetjan er okkar

Alinn hér við litla laut

Laugaból hér þokkar.

 Framsókn sendir færan mann

Fagran bola krýnir

Guðni núna greiða þann

Gæði hans nú sýnir.

 Boli þessu bóli frá

Borgargarðinn sækir

Kýrnar núna kauða þrá

Kvennabúr sitt rækir.

 Beljur núna beyða ört

Bolinn þarf að vinna

Kvígur sína brjóstin björt

Búkollu má sinna.

 Glingur hans í gang nú fer

Gerir mikin usla

Kýrnar röðum koma hér

Kauði fer að busla.

 Eldur hérna óður var

Æstur hvergi keikur

Eldur hér og Eldur þar

Eldur hér um leikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er alveg sama hvað ég reyni oft að lagfæra þetta, það gengur ekki að vista lagfæringuna.

Offari, 2.6.2006 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband