Gömlu glæpamennirnir.

Marasögur 1.

Marasögur eru byggðar á sannsögulegum heimildum þó svo ekki sé alltaf sami Marinn að verki því Mararnir eru margir og því setti ég númer á þessa sögu til að geta bætt við ef ég nenni að skrifa fleiri svoleiðis sögur.

 

Ungur sjómaður er Mari hét hafði þann ágalla (eða kost) að gerast nokkuð skáldlegur er í glasið var komið. Naut Offari þess að drekka með honum því skemmtilegar sögur hans voru svo sannfærandi að ég held jafnvel að Mari sjálfur hafi trúað sínum eigin lygasögum. Hann gerðist æfinlega meiri maður er vínið komst til áhrifa Skipstjórinn, Útgerðarmaðurinn eða Verktakinn jafnvel átti til að segja íþróttaafrekssögur frá þeim Ólumpíuleikum er hann hafði keppt á.

 

Þær eru nánast óteljandi þær sögur af Mara þar sem þessi árátta hans var til tjóns. Og sumar hafa jafnvel komist í fréttir útvarps og blaða. Man Offari eftir frétt í útvarpi sem fjallaði um er maður nokkur kom við í bílaumboði og festi sér kaup á dýrustu gerðini með innistæðilausum tékka. Þar hafði Útgerðarmaðurinn Mari mætt með troðfullt hefti af aurum sem voru ekki til, en samt vildi hann fá að hringja í bankan áður en hann skrifaði tékkan til að vera viss að búið væri eð leggja inn. Ekki þótti sölumönnum ástæða til að kanna hvort innistæða væri fyrir þessu því Mari var sjálfur búinn að tékka á því.

 

Mari var ekki hættur í þeirri ferð því áður hafði hann hringt í hótel eitt og pantaði herbergi handa áhöfnini því hann ætlaði að halda þeim veglega árshátíð í bænum. Svo bað hann hótelstjórann um að setja viskýflösku í hvert herbergi enda átti áhöfnin það skilið fyrir fengsæld mikla. Mætti Mari á áðurnefnt hótel á nýja forstjórajeppanum með nokkur blóm sem hann vildi fá að setja í herbergin áður en áhöfnin kæmi. Mari fékk lykla af öllum herbergjum er hann hafði pantað þar setti hann blómin á náttborðin en tók hinsvegar með sér Viskýið og þakkaði fyrir sig.

 

Hvorki áhöfnin né Mari létu sjá sig þetta kvöld enda var Mari farin frá borginni og komin á bullandi fyllerí með skipsfélögum sínum í boði hótelsins.

Þessi Mari er nú látinn í dag. Sögur herma að hann hafi fengið marga dóma fyrir brot sín en mikð þættu mönnum brot hans lítilvæg í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þeir eru margir Mararnir

Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Offari

Já Hólmdís þeim fjölgar alltaf.

Offari, 28.12.2008 kl. 23:56

3 identicon

Ég þekkti Mara. Hlakka til að lesa fleiri sögur af honum.

Það er ekki verra ef svona mönnum fjölgar.  

Húnbogi Valsson 29.12.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Offari

Já Húnbogi en við höfum því miður ekki efni á þessu nýtískumörum. 

Offari, 29.12.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband