Hvað tekur við?

Ég spá því að nú sé stutt í kosningar. Hvað tekur við er óljóst þjóðin er leiðtogalaus og efnahagsástandið skánar ekkert við það að kjósa einhverja aðra ríkisstjórn.  Hinsvegar mun næsta ríkisstjorn vinna fyrir fólkið í landinu tala við fólkið í landinu og greina frá stöðuni.

 

Næsta ríkisstjórn mun vita að fólk vill ekker t leynimakk flokksvinagreiða eða sótsvart svínerí. Næsta ríkisstjórn veit að hún verður að vinna fyrir fólkið í landinu ef ekki fær hún bara spark í rassinn og aftur þarf að kjósa. Ég veit ekki hvað við þurfum að kjósa oft til að frambjóðendur skilji vilja vinnuveitanda sinna.

 

Ég vona bara að það sé auðskilin krafa að fólkið vill að unnið sé í þágu þjóðar sem vill að réttlætið sé forgangsatriði.  Það er ekkert réttlæti í því að láta brotamenn ganga lausa meðan fórnarlömbin eru fangelsuð.  Með von um að nýtt Ísland rísi brátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Efnahagsástandið lagast ekki fyrr en ríkistjórnin fær traust fólksins í landini til að gera þær umdeildu aðgerðir sem þarf að gera í þessu ástandi. Því finnst mér betra að borga starfslokasamningana en að sitja upp með stjórn sem hefur lítið traust.

Offari, 21.1.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Utanþingsstjórn strax...kosingar eftir nokkra mánuði

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það getur varla orðið verra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Sammála Hólmdísi.

Annars þarf að bylta kerfinu, það er ekki nóg að skipta um fólk eða flokka.

Beint lýðræði strax - ég hef ritað útfærslu á slíku fyrirkomulagi á m.a. bloggið mitt og http://lydveldisbyltingin.is

Það þarf að hugsa allt upp á nýtt - það er það jákvæða við ástandið í dag.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband