30.1.2009 | 01:57
Hvernig er hægt að láta byltinguna ná til flokkana.
Nú á óstandstímum ríkir mikil óvissa um hvernig framtíð þjóðar muni mótast. Æskilegast er að sem flestir taki þátt í mótun framtíðrinar og sameiginlegur sáttagrunnur verði byggður til að björgun takist. Þótt bankahrunið hafi haft skelfilegar afleiðingar er ekki þar með sagt að ekki sé mögulegt að bjarga þeim rústum sem eftir eru.
Fyrst þarf að bjarga trúverðuleikann. Bylting var gerð í framsóknarflokknum og ég hef einmitt trú á að slík bylting geti endurreist trúverðuleikann. Vandamálið er hinsvegar að gamlar syndir gleymast ei og því getur trúverðileiki gamalla flokka átt erfitt uppdráttar. Frjálslyndir og Íslandshreyfingin hafa hinsvegar lítinn sem engan syndahala svo í þeim ætti að vera ágætis grunnur.
Byltingin þarf að gera ákveðnar breytingu á prófkjörsreglum flokkana. Þar sem öllum verði gefinn kostur á að móta flokkana. Þar á ég við að ekki verði uppröðun ákveðin af flokknum heldir öllum þeim sem vilja móta hverjir verði í framboði í næstu kosningum. Opið prófkjör sem raðar mönnum á lista eftir því hversu mörg atkvæði menn fá.
Byltingin má ekki stela grunni þeirra flokka sem verða yfirteknir það skapar ekki trúverðuleik. Það væri ákaflega lúalegt af mér að ganga í Íslandshreyfinguna með mínar stóriðjuhugsjónir ef ég gengi í þann flokk yrði ég að fórna þeim hugsjónum en ekki flokkurinn. Því er æskilegast að byltingarsinnar verði sem samkvæmastir sjálfum sér þegar þeir velja sér flokk. Hverju þeir eru tilbúnir til að fórna og hverju ekki.
Björgun heimilana er í raun frumþörf þeirra björgunaraðgerða sem þarf. Talað er um að 40-50% heimilana séu á barmi gjaldþrots. Ef stór hluti heimilina fer á hausinn blasir við enn verra óstand. Bankar og fyrirtæki munu líklega falla með. Hagkerfið mun þá líklega líka fara í þrot. Siðeitrun almennings mun aukast með glæpum og óeirðum. Táragasnotkum mun þá trúlega aukast það verulega að skattgreiðendur munu finna fyrir þeim útgjaldalið.
Með svona svartsýnisspá er hægt að réttlæta afskriftir skuldugustu heimilana. Staðreyndin er líka sú að mestur hluti skuldsetningar heimilana stafaði af alltof háu fasteignaverði. Var það heimilinum að kenna? Nei heimilin eru saklaus fórnarlömb og því finnst mér að ríkinu beri skilda til að leiðrétta þessa skekkju mað því að afskrifa stóran hluta af skuldum heimilana.
Aðrir möguleikar á björgunaraðgerðum heimilina er að greiðslujafna lánin tímabundið í þeirri von að óstandið lagist. Ég er því miður svartsýnn á að aftur skapist slík góðærisskilyrði að hægt sé að slá vandamálinu á frest en hugsanlega verður hægt að bíða og sjá til hvort eitthvað lagist áðr en ákveðir verður að niðurgreiða fasteignalánin.
Sú aðferð sem ég tel vera best til að niðurgreið fasteignalán er að ríkið kaupi skuldir bankana af seðlabanka með afföllum. Bankinn greiðir skuldina með fasteignaskuldabréfum heimilana. Ríkissjóður afskrifar hluta þeirrar skuldar og kapir síðan fasteignaskuldabréf af íbúðalánasjóð og öðrum í skiptum fyrir önnur ofveðsett bréf. Fyrir vikið verða til bréf sem heimilin sjá fram á að geta greitt og með því móti verða bréfin í raun verðmætari en þau voru.
Vandi fyrirtækjana er reyndar mun víðtækari enda virðist svo vera að þau hafi verið rekin fyrir lánsfé til margra ára. Þarna þarf í raun algjöra uppstokkun og ný lög til að hægt verði að taka fyrirtæki eignarnámi og setja tímabundna skilanefnd til að færa reksturinn yfir til starfsmanna fyritækjana. Starfsfólki verði gefinn kostu á að velja sér yfirstjórn og taka þátt í framtíðrmótun fyrtækisins.
Timabundið verði sett á hófleg kaupleiga til að stöðva ekki reksturinn. Mað þessu móti geta starfsmenn fylgst með rekstrinum og þegar fyritækið verður svo einkavætt aftur munu starfsmenn skipta á milli sín 10-20% hlut sem þeir fá í aukabónus fyrir eftirlitsstörf sín.
Sér kafli til að koma á móts við stefnu frjálslynda. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja geta fengist afskrifaðar að hluta í skiptum fyrir kvóta. Kvótan fengi þjóðin aftur til eigna og ríksvaldið getur leigt hann aftur til útgerðarinar. Kaupverð skal miðast við að raunhæft leiguverð geti borgað það niður á 30-50 árum. Með þessu móti getur skapast tvenn form á kvótanum.
Þeir sem geta rekið fyrirtækin og standa í skilum halda sínum kvóta meðan endurreisnarfyrirtækin þurfa að treyst á að leigja kvóta til að hald sínu fyrirtæki gangandi. Athugið að leigan verður frí eða lág meðan óstandið ríkir og samnigsbundið leiguverð verður þegar rekstragrundvöllur fæst fyrir því. Fari stórútgerðir í þrot verður þem skipt í smærri einingar áður en þau fara úr skilanefnd.
Vandamálið er að við þessar aðgerðir þarf að afskrifa tölvert af kröfum í þrotabúi bankana og því þurfa kröfuhafar að samþykkja þessar aðgerðir en ljóst þykir að verðmæti eigna var hér of skrá þannig að veðsetningin var í raun röng. Erlendir kröfuhafar verða því að ganga til samnigsborðs og þeim gert það ljóst að ef ekki verður farin þessi leið er óvíst að nokkuð fáist upp í kröfur fari svo að bankarnir fari í þrot.
Erlendir kröfuhafar græða ekkert á því að eignast eigur hér á landi sem verða í raun verðlausar ef reksturinn stöðvast. Kvótaveðsetningarnar voru ólöglegar þar sem það voru ekki eigendur kvótans sem veðsettu þjóðareignina. Það er því skárri kostur að kröfuhafar eignist bankana eftir að nauðsynlegar afskriftir hafa farið fram. Ef reknir verða hér erlendir bankar er líklegt að þeirra gjaldmiðill verði tekinn hér upp.
Ég hef því miður ekki neina lausn á því atvinnuleysi sem nú er yfirvofandi. Mannfrek verkefni eru jú æskileg en veit ekki hvar þau eiga að vera. Hvalkjötsvinsla gefur kannski nokkur störf Stóriðjubygging gefur tímbundin störf en óvíst hvort eihver fáist til að fjárfesa í slíku og líka óvíst hvort þjóðin vilji taka þátt í öðru ævintýri þegar ljóst er að samdráttarskeið fylgir aftur í kjölfarið.
Ég tel að skattahækkanir verði óumflýjanlegar en samdráttarmöguleikarnir eru samt fjölmargir þá aðallega í sendráðum og afsögn úr nato. Uppsagnir embættismanna munu kosta starfslokasamninga og skulu þeir gerðir opinberir svo siðblinda þeirra sem þurfi að fara verði sýnileg almenningi. Ég held að þær aðgerðir sem þarf að gera henti ekki ESB aðild en ég mun samt sætta mig við vilja lýðræðisins.
Þetta eru mínar hugmyndir um þær aðgerðir sem þarf að gera til að skapa nýtt og traust Ísland. Ég því miður veit ekki hvaða stjórnmálaafl kemur næst mínum hugmyndum. Eða hvort aðrir flokkar bjóð mér betri og virkari hugmyndir. Málið er að úrlausna er þörf. Við þurfum líka að ná aftur þeim ránsfeng sem stolið var frá okkur, líklega með sérstökum lögum og aðstoð erlendra aðila.
Athugasemdir
Líst mjög vel á margt hjá þér, og er sammála um ESB.
Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 02:06
Starri. Gerðu eins og ég geri. Kjóstu sjálfan þig eða mig. Við erum langflottastir! Er það ekki?
Björn Birgisson, 30.1.2009 kl. 02:44
Það er líka hægt að skipta um gjaldmiðil meðan krónan er svona lág. Þá verða lán í íslenskum krónum mjög lág líka en laun og fasteignir leita fljótlega jafnvægis við það sem gerist í kringum okkur og þannig lækkar veðhlutfallið. Kreppa þarf gengisfellingu til að leiðrétta eignabólur en svona gætum við nýtt okkur það.
Adda Sigurjónsdóttir 30.1.2009 kl. 06:01
Björn ég hef bara einu sinn kosið á ævini. Þa var það krullhærður gutti sem mér fannst virkilega vilja gera eitthvað fyrir landið sem heillaði mig. Ég hef hinsvegar núna misst trúna á þann gutta þegar í ljós kom að hann vill ekki standa upp úr stól sínum til að taka þátt í að koma sátt í þessu landi.
Adda ég er ekki bjartsýnn á ástandið hjá öðrum þjóðum. Að taka upp annan gjaldmiðil núna tel ég auka hættu á öðru falli þegar sá gjaldmiðill fellur. Kreppan hér er búin að fá gengisfellingu en vegna hás veðsetningarhlutfalls spennist fasteigna verðið það hátt uppi að enginn markaður verður til.
Með því að afskrifa skuldir er hægt að stýra lækkun fasteignaverðs. En ef farin verður gjaldþrotaleiðin verð lækkun fasteignaverðsins stjórnlaus.
Offari, 30.1.2009 kl. 10:33
Starri. Þér að segja er margt af því sem þú skrifar með því viturlegasta sem ég hef séð á prenti og algjörlega í samræmi við aðra. Svo halda ráðamenn að almenningur hafi ekki heilbrigða og góða hugsun yfir að ráða hvað varðar hag þjóðarinnar? Bara nokkur atriði. Varðandi skuldir heimila, sér í lagi húsnæðisskuldir. Hallur Magnússon (hallurmagg á blogginu) hefur nokkrum sinnum bent á athyglisverðar lausnir sem eru ekki fjarri því sem þú skrifar. Hann er fyrrverandi yfirmaður hjá Íbúðalánasjóði. Málið er að þetta er alveg hægt. Varðandi stjórnmálahreyfingu til að koma á breytingum. Mér sýnist fjöldi manns vera sammála um það að breyta þarf núverandi systemi frá grunni og núverandi flokkakerfi henti ekki. Góður punktur hjá þér með að skilja mikilvægi stjóriðju í byggðalögum þar sem það er lykilpunktur í atvinnulífi. Og þá er t.d. Íslanshreyfingin algjörlega out. Það er búið að stofna nokkur grasrótarfélög að mér skilst. Þau félög þarf að sameina. Eitt þeirra var sett af stað að undirlagi Egils Jóhannssonar forstjóra Brimborgar. Er á www.lydveldisbyltingin.is. Hef svona rétt kíkkað á þetta og er athyglisvert. En aftur flottur pistill hjá þér. Austfirðingar klikka ekki.
Nei við erum að ég held ekki skyldir. Ég var búinn að kveikja á peru, hefði átt að vera skýrari. Ég vann við þróun og uppbygginu Fjarðaáls frá 2005 til snemma árs 2008. Mundi eftir þér. Er svo andlistglöggur. Messaði örugglega yfir þér á einhverju námskeiðinu um hvað fyrirtækið er frábært. Og eitthvað fleira. Þannig er nú það. Bið að heilsa austur.
Einar Áskelsson 30.1.2009 kl. 11:11
Einar ég reyndar man ekkert eftir þér, en það sem hefur alltaf vantað eru leiðir til úrbóta. Lýðveldisbyltingin virðist bara vera með hugan við stjórnarskrána og þar hef ég ekki séð neina úrlausnarstefnu. Frjálslyndir hafa hingað til eingöngu talað um breytingu á kvótakerfinu en vantar heilstæða stefnu í öðrum málum.
Íslandshreyfingin er með umhverfsimálin efst á sínum lista en lítið um boðskap um úrlausn heildarmyndarinar. Ég efast um að stóriðja verði í boði næsta kjörtímabil svo í mínum huga kemur sú hreyfing líka til greina þótt ég telji að uppbygging stóriðju gæti flýtt fyrir úrlausnum.
Ef þesir framboð boða ekki stefnu um úrlausnir efast ég um að við sjáum miklar breytingar á gamla fjórflokka kerfinu í næstu kosningum. Það er ekki nóg að reka ríkisstjórnina og skilja svo þjóðina eftir úrræðalausa í sárum. Þá er einfaldlega hætt við að við festumst aftur í sama farinu.
Offari, 30.1.2009 kl. 11:49
Góður pistill, nú bíður maður spenntur eftir að sjá hvernig flokkarnir bregðast við breyttum tímum, það er ljóst að þeir verða að mynda sér skýra stefnu tafarlaust.
Ég er sammála þér með ESB, ég held að innganga takmarki þær lausnir sem við höfum fyrir hendi núna þótt hún feli í sér marga kosti. Ákvörðun um inngöngu verður þó að vera tekin sem fyrst ef við ætlum inn á annað borð.
Ég sé fram á spennandi en jafnframt mikilvæga kosningabaráttu og leyfi mér að vitna í fráfarandi forsætisráðherra.
Guð blessi Ísland.
Daníel Starrason 31.1.2009 kl. 22:46
Ljótt að þurfa að færa þér þetta í arf.
Offari, 1.2.2009 kl. 23:52
Já nú erum við farin að tala í lausnum og það er einmitt það sem ég hef verið að kalla eftir.
Í mörgu er ég þér sammála og ætla aðeins að leggja eitt til málanna að sinni en það er varðandi atvinnuleysið sem þú segist ekki sjá lausnina á.
Það er núna sem samfélagið á að ráðast í úrbætur á innviðum. Það geta verið skiptar skoðanir á t.d. fjölföldum gatnamótanna við Kringlumýrabraut og Sundahafnargöng en báðar þessar framkvæmdir voru á dagskrá og samþykktar en báðum hefur verið slegið á frest. Það er fásinna - það er einmitt nú sem á að ráðast í þessar aðgerðir. Vissulega þarf að fjármagna þær með lánum en á einhverju þarf þjóðin að lifa og það þarf hvort eð er að taka lán til að setja í atvinnuleysistryggingarsjóð fljótlega og það skilar jú engu. Það má bæta hringvegakerfið og gera almennilega vegi víða, ekki síst á Vestfjörðum. Allar samgöngubætur skila sér beint og óbeint og ná að höggva strax á atvinnuleysishnútinn.
Síðan, þessu tengt, kvótamál. Þú bendir á leiðir til að ná kvótanum til baka af kvótaræningjum og bravó fyrir þér. Það ber að innheimta allan kvóta strax og byggðatengja hann. Skilyrða síðan stóran hluta hans sem smábáta kvóta. Það er viðurkennd staðreynd að smábáta útgerð skapar mesta atvinnu per tonn úr sjó,og "vald-dreifir" í greininni (fullt af litlum skipstjórum og útgerðarmönnum í stað fárra stórra); fyrir utan að smábátaútgerð er vistvæn útgerð sem skiptir öllu til langframa.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.2.2009 kl. 14:56
Þakka þér fyrir innlitið Þór. Ég er hræddur um að erfitt verði að finna lánsfé til ríkisframkvæmda þóttt ég sé 100% sammála þér að það þurfi að stórbæta samgöngukerfi landsins. Vestfirskir vegir eru hvað aftast í röðini og það hindra tildæmis mig í að skoða þann fagra landshluta.
Kvótamálið er vandmeð farið því margir hafa keypt sig inn í það(að vísu fyrir lánsfé sem þjóðin á nú að greiða) Þarna vill ég fyrst taka á þeim sem ranglega fóru með kerfið. Ef stefnan er að taka kvótan fyrst af gjaldþrota fyrirtækjum er mögulegt að reynt verði að bjarga með því að koma fjármagni í þau fyrirtæki sem hafa umráðarétt yfir kvóta.
Það hefur hinsvegar alltaf verið óleyfilegt að veðsetja eign annara(þjóðareignini) Svo það stæðist aldrei fyrir lögum að erlendir kröfuhafar geti náð þessum kvóta. Staðreyndin er hinsvegar sú að ýmsir smábátamenn hafa rekið sína útgerð vel og því vill ég ekki taka ummráðaréttinn af þeim meðan útgerð þeirra skilar arði í þjóðarbúið.
Kvótakerfið hefur verið í fjötrum auðvaldsins þar sem þeir hafa alltaf stýrt skuldsetninguni þannig að ógjörlegt hefur verið að stöðva þá. Nú hafa hinsvegar skapast skilyrði til breytinga og það er fáranlegt að nota ekki það tækifæri.
Offari, 2.2.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.