4.2.2009 | 03:56
Er byltingin nokkuð að mistakast?
Sú samstaða sem eldhúsáhaldabyltingin virðist ekki vera að skila sér í kjörklefana. Samkvæmt nýustu könnunum er útlit fyrir með smá viðbót að við taki ríkisstjórn Sjálfsstæðis og Framsóknar aftur. Flokkarnir sem innleiddu gallað hagkerfi sem nú er hrunið. Ég kenni ekki þessum flokkum um hrunið á þessu kerfi ég ásakaka frekar þá menn sem misnotuðu gallana og nauðguðu kerfinu.
Ég óttast hinsvegar að þessir flokkar muni reyna að endurreisa þetta kerfi sem ég tel að svari ekki kostnaði því fólk hefur misst trúna á þetta kerfi. Mér er nokkuð ljóst að líklega muni aldrei koma gallalaust kerfi í staðin. Nýtt kerfi þarf hinsvegar að þróast og vera í stöðugri endurskoðun. Hlusta þarf á þá sem gagnrýna kerfið og meta þær án þess að pólitískar skoðanir gagnrýnandans verði látnar ráða för um matið.
Kerfið þarf að vera hugsað fyrir alla því við þurfum á öllum að halda. Kerfið þarf líka að umbuna þeim sem vel gengur til að það verði hvetjandi umbunin þarf líka að vera námshvetjandi. Kerfið þarf líka að vera opið og sýnilegt. Mér er ljóst að þetta kerfi er ekki til en ástandið er einmitt tækifæri til breytinga og Íslendingar geti því verið frumkvöðlar í að innleiða nýtt kerfi sem velur kosti úr gömlum kerfum og útilokar galla.
Ég veit að skuldir þjóðarinar eru gígtískar og tel þær í raun vera óyfirstíganlegar. Það segir mér í raun hvað ástandið er svart þegar nýr viðskiptaráðherra sem áður sagði að það þyrfti að afskrifa hluta af skuldum heimilana. Segir nú þegar hann er sestur í tímabundinn ráðherrastól að bankarnir þoli ekki afskriftir skulda heimilina. Það segir mér líka að bankarnir hafa heldur ekki efni á því að heimilin fari á hausinn.
Hið almenna eginhagsmunakerfi gerir það að verkum að enginn vill gefa neitt eftir af sínum kjörum. Þessu fékk ég að kynnast þegar íg fór að nefna við vinnufélaga mína hvort við ættum að bjóðast til að stytta vinnuvikuna til að fyrirtækið gæti boði fleirum störf. Það lá við að það yrði urrað á mig. Skýringin held ég samt hafi verið skuldsetning heimilina.
Til að geta bætt okkar líf þarf því að losa þá verst settu undan því skuldaoki sem á þeim kvílir. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur miðað afborganir við ákveðna prósentu af tekjum því er ekki hægt að gera það líka við húsnæðisskuldirnar? Þannig er hægt að tryggja að bankarnir fái stöðugt flæði þótt í minna mæli sé.
Vandi fyrirtækjana er öllu meiri því samdráttur heimsins lækkar afurðarverðið. Ég tel að ekki eigi að eyða skattfé í að halda þeim á floti. Þarna tel ég að nýtt kerfi eigi að taka við. Skilanefnd taki við rekstrinum leigi starfsmönnum reksturinn sem kýs þar nýja stjórn (eða þá gömlu aftur ef offjárfestingin telst útskýranleg). Umbun starfsmanna verði síðan hlutabréf í fyritækinu og skuldir þá afskrifaðar að raunhæfri greiðslugetu.
Til að hægt sé að þróa nýtt kerfi þarf nýtt fólk. Ef fjórflokkarnir halda áfram að stjórna verða engar breytingar. Sama skítkastið heldur áfram og aukin útgjöld heimilana í eldhúsáhöldum mun halda áfram þar til þrótturinn er búinn og vonleysið tekur við. Ástæðan er að ekkert nýtt er í boði.
Neyðarstjórn kvenna hefur reyndar tilkynnt væntanlegt framboð með sitt aðalmarkmið að koma konum á þing. Frjálslyndir ætla líka bjóða fram með afnám kvótakerfisins að markmiði. Íslandshreyfingin mun kannski boða sína umhverfisstefnu og Lýðræðisbyltingin ætlaði líka að koma með sinn stjórnarsráarflokk.(en framsókn fann leið til að losna við það framboð).
Þessi framboð eiga það öll sameiginlegt að hafa eitt aðalmarkmið á sinni stefnuskrá og hin málin alment orðuð. Þarna vantar skýrari stefnu í úrbætum og stefnumarkmiðum. Á meðan svo er munu gömlu fjórflokkarnir ríka. En ef stefnan yrði skýrari eiga þeir möguleika á því að vera fjórflokkar framtíðarinar. Ef ekkert gerist mun baráttan annað hvort gefast upp eða verða blóðug. Vinsamlegast komið með stefnu og úrlausnir núna.
Látum ekki byltinguna fara forgörðum.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi skoðanakönnun er hlægileg, ekki síst í ljósi þess að Stöð2 er þessa dagana aðeins áróðursstöð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sönnun þess er glansþátturinn um Bjarna Ben, sem var sýndur um daginn. Þar var greinilega verið að markaðssetja hann eins og eitthvert poppstjörnufífl. Einnig Kompás þátturinn, sem var komið í veg fyrir að yrði sýndur. Svo þessi skoðanakönnun, sem er byggð á svörum aðeins 414 svarenda. Flokkurinn byrjar tímanlega að reyna að snúa fólki til fylgis fyrir næstu kosningar.
Húnbogi Valsson 4.2.2009 kl. 07:15
Með svona stórt hlutfall óákveðinna er álíka mikið að marka þetta og efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2009 kl. 08:54
Það er rétt að þessi skoðanakönnun er ekki marktæk. En sam er það svo að þeir flokkar sem nú eru í boði munu ekki boða neinar stórar breytingar.
Offari, 4.2.2009 kl. 13:23
Við komum til með að gera breitingar í næstu kostningum. Látum ekki bjóða okkur neitt þvaðu, heldur skýra stefnu. Látum ekki glepjast af orðum eins og vinna að, skoða, stefnt verður að, sett veður nefnd og svo fr.
Bragi Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 16:12
Já Bragi ég vill fara að sjá þessar breytingar svo hægt verði að melta þær.
Offari, 4.2.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.