8.2.2009 | 20:25
Er verið að egna einhverja gildru?
Mótmælasamstaðan hefur verið frábær og vakið heimsathygli. Lamaðri ríkisstjórn var sparkað og kosningar í námd. Breytingarnar eru ekki komnar en munu koma. Staðreyndin er sú að árangur sá sem náðst hefur er stórt afrek. Þótt skrefið sé stutt er það skref í rétta átt. En er flokkspólitíkin að splundra þjóðini, en er Esb að kljúfa þjóðina og Ekki gefst Davíð upp við að kljúfa þjóðina í tvent.
Ég er ekki sáttur við þrásetu Davíðs því ég tel nauðsynlegt að henda burt þeim deilum og efasemdum sem kljúfa þjóðina til að tryggja áframhald samstöðunar. En það eru ekki allir sáttir við aðförina að Davíð enda tel ég og örugglega fleiri að hann hafi verið einn af sterkustu stjórmálaleiðtogum Íslands. Pólitíkin á því stóran þátt í þessari aðför.
Mistök eru vissulega hluti af orsök þess óstands sem fáir sáu fyrir. Það hefur alltaf hægt að vera vitur eftirá en það sem er búið og gert er búið að gera. Davíð er helst umdeildur fyrir að tala óvarlega hafa staðið fyrir einkavæðinguni og jafnvel að hann hafi lækkað innistæðukröfu bankana. (mig minnir reyndar að hann hafi mótmælt þeirri kröfu)
Davíð talaði óvarlega í kastljósþætti er hann vidi ekki borga skuldir þessara óreiðumanna. Gagnrýndi fyrverandi forsetisráðherrann, sagði hann ákvörðunarfælnan. Sagt er að hann sé alltaf tilbúnn með högg á sína andstæðinga að hann hafi lekið út um skodastöðu Kristjáns Þorgerðarmaka, Lúðvík og Björgvin. Getur verið að ný ríkisstjórn vilji þagga Davíð?
Nýjasta sprengja hans er að neita að fara eftir tilmælum Jóhönnu dagin fyrir fyrirhuguð mótmæli við seðlabankann. Er maðurinn virkilega að biðja um læti? Vill hann kanski læti til að koma óorði á byltinguna? Ég er hræddur um að mótmæli morgundagsins muni ekki fara vel. Þarna tel ég að verið sé að egna gildru til að drepa mótmælin.
Mistök í mótmælunum geta haft mjög slæm áhrif á orðspor og samstöðu mótmælenda. Mistökin geti líka haft áhrif um allan heim því heimsathyglin er hér takist að splundra samstöðuni drepur það líka samstöðu erlendis. Ég hef illan bifur á mótmælum morgundagsins. Þau gætu verið gildra.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst béf Davíðs helvíti gott
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 20:33
Gunnar það eru víst ekki allir sammála þér.
Offari, 8.2.2009 kl. 20:35
Maðurinn er veikur
Hólmdís Hjartardóttir, 8.2.2009 kl. 20:48
Þökkum fyrir að hann var ekki ráðin til æviloka. Hann segir í enda bréfsins að hann klári öll þau verk sem hann taki að sér og þar sem vinnan í seðlabankanum er endalaus.ja.................
Bragi Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 23:04
Ráðning Davíðs er til 2012 minnir mig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 01:33
Veit einhver hvaða verk þetta er sem hann segist vera byrjaður að vinna þarna í seðlabankanum?
Húnbogi Valsson 9.2.2009 kl. 07:37
Vil hann líka burt....hann er örugglega að vinna að hausverk....
TARA, 9.2.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.