18.2.2009 | 21:26
Kynjajöfnuður.
Ég hef aldrei geta skilið hvernig hægt er að jafna kynjamun í lýðræðislegu prófkjöri. Ég hef reyndar aldrei fengið að taka þátt í prófkjöri sem mér finnst í raun vera ólýðræðislegt. Hvernig fer þetta fram? Er úthlutað hvort kynið þú mátt velja? Eða fá konur að velja konu og karlar að velja karla?
Væri ekki einfaldara að kljúfa flokkana eftir kynum og kjörseðlana líka eftir kynum. Þá yrðu til karla og kvennasamfyking, karla og kvennaframsókn, karla og kvennasjálstæðisflokkur, karla og kvennavinstrigrænir, karla og kvennafrjálslyndir og karla og kvennaneyðarstjórn kvenna.
Karlar fengju að kjósa sér karlaflokk og konur fengju að kjósa sér kvennaflokk. Karlar fengju að velja 31 þingmann konur 31 þingkonu og svo fengi það kyn sem duglegra væri að mæta á kjörstað aukaþingmann/konu. Þetta gæti skapað kynjajöfnuð á alþingi þótt ekki næðist endilega jöfnuður í flokkunum.
Reyndar tel ég flokkaþvæluna vera að eyðileggja traust og truverðuleik saklausra manna. Það eru margir góðir menn í öllum flokkum en flokksræðið hefur oft eyðilagt sjálfstæði þingmanna til að segja sína skoðun og velja eftir sinni sannfæringu. Því tel ég að einstaklingsframboð vera betri leið en að sjálfsögðu mætti samt hafa það þannig að konur kysu konur og karlar kysu karla.
Stjórnmálaflokkar tryggi jafnræði kynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nú fór mitt litla heilabú á ið
Hólmdís Hjartardóttir, 18.2.2009 kl. 21:59
Hvað er þetta viltu ekki fá 100% kynjajöfnuð?
Offari, 18.2.2009 kl. 22:15
Hmmm...ekki alvitlaus hugmynd...
Haraldur Davíðsson, 19.2.2009 kl. 00:20
Humm...við gætum kannski kosið hvorukyn ??
TARA, 19.2.2009 kl. 22:49
Þetta kerfi gerir ekki ráð fyrir hvorukyns kjósendum. Staðreyndin er sú að ég hef ekkert á móti jöfnuð kynja á alþingi eða í öðrum störfum en þvingaður jöfnuður er ósanngjarn og ólýðræðislegur.
Offari, 19.2.2009 kl. 23:16
Þetta einfaldaði flóknu myndina mína til muna. Sé fyrir mér Hjallastefnualþingi svipað og í leikskólunum. Hvar er Magga Pála, hún kann þetta.
Einar Áskelsson 20.2.2009 kl. 22:34
Þetta var orðin svo flókin lesning fyrir mitt litla heilabú að skilja. En skemmtileg var hún. :)
Finnur Bárðarson, 21.2.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.