4.3.2009 | 01:21
Hvort erum við þjóð eða pólitískir flokkar?
Ég hef verið hér í bloggheimum og lesið skoðanir ýmsra um það óstand sem nú ríkir. Fólk er ýmist til hægri eða vinstri eða einhverstaðar þar á milli. Byltingin hefur náð að losa okkur við aðgerðarlausa ríkisstjórn og við tók stjórn sem lagt hefur ofuráherslu á að reka Davíð. Aðalatrið fannst mér samt vera að ná fram pólitískum sigrum óháð því hvort slíkar aðgerðir gerðu eithvert gagn.
Meinið við Davíð var að hann var pólitískur og því naut hann ekki trausts sinna pólitisku andstæðinga. Því taldi ég rétt að hann viki en vandamálið við það að pólitískir andstæðingar tóku að sér að reka Davíð. Er að flokksfélagar Davíðs sætta sig ekki við slíka aðgerð nema að pólitiskur forseti víki líka. Staðan má ekki vera ójöfn, Ef vinstrivængurinn vinnur sigur þarf hægrivængurinn líka að vinna sigur.
Einar K Guðfinnsson lét það verða sitt síðasta ráðherraverk að leyfa hvalveiðar á ný. Þetta var pólitísk refskák hjá honum því hann vissi vel að þeir stjórnarflokkar sem við tóku væru ekki á sama máli um hvalveiðarnar. Samfylkingin var nærri því búiin að gera sjálfstæðisflokkinn að ESB flokk en mun henni takast að gera VG að ESB flokk? Það kæmi mér ekkert á óvart.
Steingrímur vildi skoða myntsamstarf við Norðmenn en slíkt samstarf var útilokað á fundi um hlýnun jarðar í Bláa lóninu. Framsókn vildi fara þá leið að afskrifa skuldir en Jóbama virðist ekki geta séð þann möguleika. Ætlar Samfylkingin að útiloka allar góðar hugmyndir þangað til að við neyðumst til þess að ganga í ESB vegna þess að við erum ekki fær um að bjarga okkur sjálf?
Hversvegna gerir ríkistjórnin ekkert til að bjarga heimilum landsins? Vill hún ekkert gera? Er nýja stjórnin líka lömuð? Hvað lamar þessa stjórn ? Er flokkaspillingin ennþá að koma í veg fyrir úrbætur? Hvernig endar þetta? Er ekki kominn tími til að leggja niður pólitískan ágreining og finna sameiginlega lausn á úrbótum?
Staðreyndin er sú að þótt við höfum ólíkar skoðanir getum við öll verið sammála um að óstandið lagast ekki fyrr en eitthvað verður gert. Við viljum öll gera það sem við getum en komum engu í verk vegna þess að við treystum ekki pólitísku andstæðingum. Hugsanlega þarf að leggja niður flokkakerfið til að slökkva á þessu vantrausti.
Sú ofuráhersla sem lögð er á að vernda ímynd Íslands erlendis er tilgangslaus með hér er allt í ólestri. Aðgerðarleysið eykur ekki ímyndina. Samþjöppun þjóðarinar um að vinna okkur saman út úr óstandinu myndi auka ímyndina og þjóðin gæti orðið fyrirmynd annara þjóða. En það er bara spurning hvort erum við þjóð eða pólitískir flokkar?
Sekt og sakleysi á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
spurningin er góðra gjalda verð
Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2009 kl. 02:39
Það vantar að þeir sem eru í forsvari taki af skarið og ákveði aðgerðir, og það liggur við að hér megi nota gamalt máltæki sem segir að illt sé betra að gera en ekkert.....
Síðan vantar algerlega að þjóðin sé peppuð svolítið upp, vissulega er útlitið svart, en við vitum það líka að á eftir dimmri nótt kemur bjartur dagur.....
Smælið framan í heiminn......
Eiður Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 23:39
Einmitt, mikið rétt hjá þér. Ég las grein í Vanity Fair sem bent er á á eyjan.is og þar furðaði greinarhöfundur sig á að í 300 þusund manna samfélagi störfuðu 5 flokkar, eins og við gætum alls ekki verið sammála um grundvallaratriði eða værum einfaldlega sammála um að vera ósammála um alla skapaða hluti. Þetta vakti furðu höfundar.
Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 00:28
Ætli við séum ekki sitt lítið af hvoru Offari minn...en hitt er svo annað mál að litlu krakkarnir í sandkassanum vilja aldrei viðurkenna að neitt þeirra eigi sök á nokrum sköpuðum hlut..
TARA, 11.3.2009 kl. 19:04
Ég þakka fyrir mig. Þetta eru fyrstu sléttuböndin sem mér hlotnast um ævina og bestu þakkir fyrir þau. Yndisleg morgungjöf.
Kærar kveðjur
Unnur Sólrún
Unnur Sólrún 15.3.2009 kl. 08:44
Já bara fyrirsögnin hjá Offara vekur mann til umhugsunar um margt. Góð færsla.
Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.