Oft má satt kjurt liggja.

Ný seðlabankalög gera ráð fyrir því að seðlabankastjóra sé skylt að segja það opinberlega ef ljóst þykir að bankar séu á leið í þrot. Þetta stafar líklega af því að Davíð segist hafa varað forsetisráðherra við hruninu. En þegar skoðað er hvað hann sagði opinberlega var hann ekki eins svartsýnn á ástandið.

 

Ég tel að þarna hafi hann vísvitandi verið að villa um fyrir almenningi. Ég held að honum hafi verið ljóst að ástandið myndi síður en svo skána ef almenningur vissi hvert stefndi. Það er nokkuð ljóst að þegar almenningur fékk loks að vita hvað væri að gerast fór fólk að taka út innistæður sínar því það hvorki treysti bönkum né ríkisstjórn.

 

Spilaborg bankana féll hratt og ég tel að bankarnir hefðu fallið fyrr ef almenningur hefði fengið sömu aðvaranir á sama tíma og ríkisstjórnin. Hvort það hefði breytt einhverju hvort bankar hrundu fyrr eða síðar held ég að ekki hefði skipt neinu máli. En trúlega hefur stjórnin haldið að hægt væri að bjarga bönkunum og því ekki viljað segja frá fyrr en ljóst var að þeim var ekki viðbjargandi.

 

Nú hefur komið í ljós að þegar fjármálaráðherrar Bretlands og Íslands ræddust við í síma að Árni hafi greint of satt frá stöðuni. Sagt að fyrst yrði að leysa heimavandann áður en að farið yrði að ganga frá erlendum vanda. Það er nokkuð ljóst að Bretar voru að semja við Landsbankann um þessa skuld þegar aðrir aðilar tóku við stjórn bankans. Ekki veit ég hvort Árni vissi af þeim samningum eður ei, en ljóst er að það skyndilega stopp sem var á þeim samningaviðræðum olli því að Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann.

 

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að sannleikurinn sé sagna bestur en stundum á reglan um að oft megi satt kjurt liggja rétt á sér.


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já, oft má satt "kyrrt" liggja.  Það er alveg ljóst að seðlabankastjórar eiga ekki að gaspra um sínar áhyggjur af bankakerfinu. Ef seðlabankastjóri hefði farið með sína vitneskju í fjölmiðla, þá hefði verið réttilega hægt að kenna honum um hrunið.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 12:46

2 identicon

Ef að undanfarin ár hefðu verið harðari reglur um upplýsingaskyldu bankastjóra. Þeir verið skyldaðir til að hafa til dæmis skuldastöðu og fjárfestingar bankanna uppi á borðinu, hefðu þeir þá þorað að haga sér eins og þeir gerðu? Væri þá ekki staðan allt önnur í dag?

Húnbogi Valsson 27.2.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Offari

Húnbogi það eru mörg ef núna í gangi. Ég hef tekið margar rangar ákvarðanir í lífinu og ég tel að líf mitt væri miklu betra ef ég hefði tekið réttu beyjurnar á réttum tímapunti. En þær beygur sem ég tók gera mig að þeim manni sem ég er í dag og ég efast um að ég hefði orðið eitthvað betri maður ef ég hefði sleppt einhverju eða tekið aðra ákvarðanir í lífinu.

Offari, 27.2.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Upplýsingar um skuldastöðu og fjárfestingar bankanna lágu alveg fyrir í þeirra ársreikningum. Gallinn var sá að þó skuldastaðan væri öllum ljós þá voru þeirra eignir stórlega ofmetnar. Þeir voru að lána vafasömum pappírum ( Jóni Ásgeiri o.fl.) gríðarlega fjármuni sem engar líkur voru á að fengjust endurgreiddir. Þetta er allt bönkunum sjálfum að kenna, engum öðrum. Og bankarnir voru jú líka beint eða óbeint í eigu þessara vafasömu manna sem fengu lánin.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 13:38

5 identicon

Davíð sagði að hann vissi um miklar fyrigreiðslur til einkahlutafélaga sem bæði velkunnir viðskipta- og stjórnmálamenn stæðu á bakvið, ásamt fleirum, miðað við alvarleika málsins, þá ætti að yfirheyra manninn og fá þessar upplýsingar.
Ef rænt væri og hreinsað út úr heilu hverfi hjá fólki, og ég kæmi svo fram og segðist vita hverjir áttu í hlut, þá væri ég væntanlega yfirheyrður til að reyna að leysa málið, eða hvað ?

Birgir 27.2.2009 kl. 16:47

6 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Birgir, mig minnir nú að Davíð hafi sagt að hann hefði fengið ábendinu um að þetta hefði verið gert. Hann sagði ekki að hann vissi um hverja væri að ræða. En auðvitað er sjálfsagt að rannsaka þetta og yfirheyra Dabba, held einmitt að hann hafi verið að hvetja til rannsóknar.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Offari

Þetta tel ég vera upplýsingar sem hann má ekki gefa upp sökum bankaleyndar. Þó tel ég allt eins líklegt að hann haf lekið ýmsu út. Svo sem um meintar skuldir Kristjáns Arasonar og Þorgerðar, Meintar skuldir fyrirtækis Lúðvíks Bervinssonar, Og  meintar Decodskuldir Sifjar friðleifs.

Ég hef heyrt að Davið hafi lekið þessum upplýsingum út. En þess ber að þegar Agnes skrifaði eitthvað um viðskipti Jóns Ásgeirs og Stýms neitaði hann aðild en íhugaði samt að kæra lekan á bankaleyndarupplýsingum. Ef þær upplýsingar voru til í bankaleyndini hvernig gat hann þá neitað aðild sinni?

Offari, 27.2.2009 kl. 16:58

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru ákveðnar siðareglur í bankamálum. Að gera opinberar áhyggjur yfir stöðu mála, getur gert illt verra. Mun verra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 18:19

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, frekar vafasöm lagagrein að verða að greina frá opinberlega. Það getur gert ill verra. Gæti startað bankaáhlaupi.

Frekar skylda hann að láta stjórnvöld vita svo þau geti gert ráðstafanir og jafnel komið í veg fyrir hrun með ákveðnum aðgerðum

-Selggjan-.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2009 kl. 18:29

10 Smámynd: TARA

EF DO hefði varað við hruninu opinberlega, stæði HANN núna með pálmann í höndunum. En hann gerði það EKKI og brást þar með..

TARA, 28.2.2009 kl. 00:25

11 Smámynd: Offari

Tara ef DO hefði varað opinberlega við hruninu hefðu bankarnir bara hrunið fyrr. Það hefði reyndar ekki skipt neinu máli fyrst hvort eð er var ekki hægt að bjarga þeim en vissulega ber að leita allra leið áður en slíkt opinberast.

Offari, 28.2.2009 kl. 00:33

12 identicon

Eina sem við getum gert núna í dag er að gera tilraun til að læra af því hvað gerðist í öllu þessu ferli. Það blasir við að ákveðnir ráðamenn þjóðarinnar vissu ekki hvernig átti að meðhöndla málið. Nú verðum við að heima upplýsingar úr meintri rannsókn á málinu. Þangað til getum við bara fabulerað. Orðið þreytt að hlusta á hver kverúalantinn á eftir öðrum segjast hafa gert hitt en ekki þetta. En gott yfirlit hjá þér. Árni má þó taka fleiri kennslustundir í ensku. Er reyndar hættur núna.

Einar Áskelsson 28.2.2009 kl. 22:11

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Læra hvað? Hvaða hrun? Fjármálinn hrundu enn ekki fólkið. Bara allir blankir og margir atvinnulausir.

Af hverju setur fólk ekki launin sín á aðra Norðurlandabanka. Íslenskir banka hafa sýnt sig óhæfa og eru það enn.

Ég keypti íbúð 1986 fyrir 1, 2 milljónir. Þegar ég var búin að borga tæpar 2 milljónir, skuldaði ég rumlega 2 , 3 milljónir...gafst upp á þessu sér íslenska rugli 1988 og flutti til Svíþjóðar.

Íslendingar læra ekki af eigin mistökum. Skiptir engu máli hver er við stjórn.

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 03:51

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.: "Hvaða "siðareglur" í bönkum ertu að tala um? 'eg þekki smá til bankastarfsemi og hef ekki komið auga á neinar "siðareglur", bara villimennsku sem eru ofar öllum í lögum og reglum.

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 03:54

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alveg rétt Óskar, stjórnendur bankanna hafa hagað sér á siðlausan hátt. Ég er að tala um bankaáhlaup, sem getur orðið afleiðing þess að tala óvarlega um um stöðu mála.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 12:13

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég heyrði að Saudar í massavís hefði tekið svo mikið út af dollurum úr ameríska bankakerfinu, 14 sept á síðasta ári, að það endaði með að fjármálaráðubeytið lokaði öllum reikningum þeirra. Ekkert v

öðruvísi enn ef allir Íslendingar tækju út alla peninga úr Íslenskum bönkum og erlendir reikniseigendur, fara þeir vara á hausinn. Ég las grein um þetta og átti þetta að vera einhverskonar árás vegna viðskiptastríðs.

Það varð bankaáhlaup á Íslensku bankana. Allir risar sem áttu hundruði milljarða tóku allt út á nokkrum vikum! í Usa stóðu þessr úttektir í 3 tíma.

Það tók Davíð 3 mánuði að gera það sama. Þá voru sett gjaldeyrishöft á almenning. Það fóru 100 milljarðar úr landinu 5 mín. áður enn Ríkið tók yfir KB Banka seint um kvöld skilst mér.

Á Íslandi var ekkert talað og er ekki gert enn. Sumir tala "óvarlega" með vilja og held ég Árni hafi sagt Bretunum satt og rétt frá, og það er skylda hans.

Ég er ekkert sáttur við hvernig Bretarnir brugðust við, enn hvað gerir löggan ef það kemur viðvörunarmerki um að það sé verið að ræna banka? Eiga ekki allir að tilkynna um bankarán?

Löggar fer með sýrenuvæli að staðnum. Stundum gera þeir ekki neitt. Stórar þungar vélbyssur ofaná minivan, á þrífætótum. Magasín sprengjuvörpur, og rakettubyssur. Löggan bakkar bara og bíður. Það er blandað ofbeldi og kanski gamaldags aðferð. 

Enn þegar bankarán er framið með penna, og upphæðirnar gera vopnuðu ræningjanna bara hlægilega í samanburði, gerist ekki neitt. Bara fund um málið. Kryfja til mergjar hvað var búið að mergsjúga þá mikið. Grilljónir út í buskan.

Átti Árni að ljúga til um stöðu mála? Eins og Jón Ásgeir og hans menn gerðu? Ég tel að hann hafi gert rétt eins og staðan var þá. Það eru ákveðnar siðareglur í Norðurlandaráði sem staðfesta þetta, segi ég enn og aftur.

Niðurstaða: Enginn!   

Óskar Arnórsson, 1.3.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband