Ég vill fá lýðræðiskosna þjóðstjórn næst.

Nú eru að koma kosningar og enn hefur ekki komið sá flokkur sem passar akkúrat fyrir mínar hugmyndir. Flokkarnir hafa lítið haft sig frami um leiðir til úrbóta virðast leggja meiri áherslu að benda á óágæti annara flokka en að auglýsa kosti sína.

 

Þó tel ég að allir flokkar hafi í raun það sama markmið að reyna að vinna okkur út úr óstandinu. En því miður virðist þeim ekkert vera ágengt.  Ég tel ástæðuna vera rangar áherslur. Áherslurnar virðast helst byggjast á því að fá aðrar þjóðir til að hafa álit á okkur.

 

Mér er nokk sama hvaða álit aðrar þjóðir hafa á okkur, enda tel ég það engu skipta núna. Lánstraust skiptir litlu máli þegar ekkert lánsfé er að fá. Það er komið að skuldadögum og nú þurfum við að finna leið hvernig hægt er að ná sem mestum skuldum til skila án þess að heimilin svelti.

 

Hagkerfið hefur hægt verulega á sér , ef það stöðvast myndast algjört kaos.  Of háar skuldir geta leitt til fjölda gjaldþrota og ef við lendum í þeim hvell er hætt við að hagkerfið stöðvist og mjög erfitt að gangsetja það aftur. Því tel ég að það þurfi að afskifa skuldir til að hægt sé að halda hagkerfinu gangandi.

 

Ég tel að hækkun fasteignaverðs sé mesti orsakavaldur heimskreppunar.  Skuldir heimila jukust og fólk hafði minna og minna fé á milli handana til að geta keypt þær neysluvörur sem sköpuðu öðrum atvinnu. Fiskurinn okkar þarf nú að keppa við ódýrari matvæli og verðfellur en fólk mun samt ekki hætta að borða.

 

Bíla bygginga og flugvélaframleiðsla hefur dregist mjög sem veldur mikilli lækkun á álinu okkar. Eftir stöndum við skuldsett með litlar tekjur. Við getum ekki borgað þessar skuldir. Því þarf að afskifa þann hluta sem við getum ekki borgað. Til þess að kröfuhafar fái sem mest og til að hægt verði að endurreisa heimsiðnaðinn.

 

Framsókn hefur komið með tilögur um afskriftir skulda um 20% en hugmyndin fær ekki undirtektir frá stjórnarflokkunum. Neikvæðnin virðst helst byggjast á þeim rökum að sumir fái meira afskrifað en aðrir.  Þeir sem skulda mikið fái afslátt á sínum offjárfestingum. Og þeir sem lítið skulda fái lítinn afslátt.

 

Staðreyndin er sú að of hátt fasteignaverð hefur neytt stóran hluta íslendinga til að skulda of mikið og verðtryggingin hefur aukið skuldastöðu offjárfestana þannig að þeir sem offjárfestu eru í verstu málunum og þurfa því meiri afslátt en þeir sem lítið skulda.

 

Samfylkingin vill fara skuldajöfnunarleiðina. Það er líka þörf á þeirri leið en sú leið byggir á því að einhvertíman muni fasteignaverð aftur hækka. Ég hef því miður litla trú á að slíkt muni gerast meðan framundan er allstaðar samdráttur. Samdráttur mun halda áfram meðan neytendur eru of skuldsettir til að geta tekið þátt í neyslusamfélaginu.

 

VG vill afskrifa allar skuldir um 4 miljónir.  Sú leið mun bjarga mörgum til dæmis gera mig skuldlausann svo ég ætti helst að þiggja þá lausn en hún bjargar ekki þeim verst settu. Mér líst vel á margar hugmyndir hjá VG til dæmis að kyrrsetja falinn fjársjóð útrásarvíkingana og afnám verðtryggingarinar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að taka undir hugmyndir Framsóknarmanna um 20% afskrift og að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður við Esb. Mér líst vel á þá hugmynd því þótt ég telji Esb ekki þá leið sem bjargar okkur út úr óstandini þá er ég lýðræðissinni og mun sætta mig við að fara þá leið ef þjóðin vill hana.

 

Borgarahreyfingin vill fara svipaða leið og ég vill fara gagnvart fyrirtækjum landsins. Ríkisvæða fyrst og bjóða svo starfsmönnum að kaupa þegar búið er að finna rétta verðið.  Satt best að segja tel ég bestu leiðina að sameina allar góðu hugmyndirnar og mynda þjóðstjórn næsta kjörtímabil.

 

Þjóðstjórnin getur einmitt stuðlað að þeirri sameiningu sem þjóðin þarf á að halda til að hægt verði að ná sátt um þær aðgerðir sem gera þarf. Pólitíkin, Stóriðjurnar og Esb hefur margklofið okkar þjóð því þurfum við að leggja niður deilur. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stóriðju og Esb samninga gætu verið lýðræðisleg lausn á þeim deilum.

 

Það er kominn tím á að við hættum að lifa í fortíðini til að geta tekist á við framtíðina. En framtíðin verður ekki til nema við tökum öll þátt í að móta hana því þótt við séum fólk með mismunandi skoðanir þá erum við öll þjóð sem vill vinna sig út úr óstandinu þannig að sem fæstir skaðist.

 

Því vill ég biðja um þjóðstjórn næsta kjörtímabil.

  
mbl.is Tenging við evru skapar erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég bið Lýðræðishreyfinguna og Frjálslynda flokk afsökunar á því að hafa gleymt þeim í þessum pistli en þar eru líka margar góðar hugmyndir.

Offari, 6.4.2009 kl. 12:16

2 identicon

Bíddu aðeins - í þjóðstjórn eru, samkvæmt skilgreiningu, ALLIR flokkar. Þetta þýðir að það skiptir engu hvern þú kýst, það er þess vegna mótsögn í setningunni "lýðræðislega kjörin þjóðstjórn".

Hlutverk kosninga er að leyfa kjósandanum að VELJA, þjóðstjórn tekur af honum það vald og er ólýðræðisleg (enda yfirleitt bráðabirgðafyrirkomulag).

Kveðja,

Leifur

Leifur Hákonarson 6.4.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Offari

Í þjóðstjórn eru allar hugmyndir skoðaðar. Hugmyndir þeirra flokka sem mest hafa fylgið hafa samt aukið vægi en vissulega þarf að samræma þær hugmyndir hugmyndum annara flokka.   Mín hugmynd að þjóðstjórn er að fá flokkana til að vinna saman og hætta að láta eins og hundur og köttur út í hvern annan.

Þjóðin ræður svo hvejir taka þá í þessari þjóðstjórn með því að kjósa þá sem þeim líst best á.

Offari, 6.4.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér hugnast hugmynd Offara þó hún sé örugglega stíf í framkvæmd. En ef það væri eitthvað sem þjóðin þarfnaðist núna þá væri það fullkomin samstaða en kanski er það útópía.

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Offari

Þetta er kannski óraunhæfur draumur en maður má samt eiga sér drauma.

Offari, 6.4.2009 kl. 15:55

6 identicon

Ég tel að kreppan sé kærkomin. Ofneyslan og bruðlið var orðið svo gegndarlaust að auðlindir og lofthjúpur jarðar hefðu ekki enst í marga áratugi í viðbót. Núna þegar allir veruleikafyrrtu neyslufíklarnir geta ekki lengur fengið lán til að fjármagna sinn fáránlega lífstíl, þá neyðast þeir til að koma niður á jörðina og taka þátt í veruleikanum með okkur hinum.

Blessuð kreppan þarf að halda áfram um stund, því það er ennþá fullt af fólki sem hefur ekki ennþá tekið eftir því að það eru breyttir tímar. Sérstaklega sjáum við það í umferðinni í Reykjavík. Fólkið í dýru bílunum sem þykist yfir það hafið að fara eftir umferðareglum. Það áttar sig ekki á því að það er litið niður á það.

Þegar allt "ríka" fólkið er hætt að vera ríkt, þá hverfur Sjálfstæðisflokkurinn og þá mun verða meiri samstaða með þjóðinni.

Húnbogi Valsson 6.4.2009 kl. 20:10

7 Smámynd: Offari

Ég hefði nú helst viljað skrúfa fyrir kreppuna sem fyrst, en vissulega er það rétt hjá þér að eftir því sem fleiri verða fátækir eykst samstaðan.

Offari, 6.4.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband