Núna brenna víst bloggheimar.

Heyrist núna vinstri væl
væl um bloggheim flæðir
Endurkoma karls með stæl
kratana nú hræðir

Davíð með sitt penna pár
prentar í sinn mogga
Þjóð sem hér í þúsund ár
þurft hefur að blogga.

Rís nú upp og ritar hér
raup úr sínum goggi.
Lýðurinn þær línur sér
sem lokaorð á bloggi.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heheh.  Frábært ljóð hjá þér.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 02:29

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Mér er sagt að svokallað "væl" heyrist nú víðar en úr goggum svokallaðra vinstrimanna. Ég hef nenilega hitt sjálfstæðismenn, reyndar af hógværari kantinum, sem eru mjög ósáttir við komu Davís á sitstjórnarskriftofunna. Þeir spyrja í einfeldni sinni, af hverju sé verið að gera manninn sem eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn að ritstjóra Morgunblaðsins.

Blaðamenn Foldarinnar, 25.9.2009 kl. 08:53

4 Smámynd: Offari

Blaðamenn foldarinar. Orðaval mitt í kvæðum miðast við þær stuðla og rímreglur sem hér hafa verið settar. Þessar reglur leyfa manni oft að skálda í eyður þannig maður leyfir sér stundum að vera beittari Enda tel ég ljóð vera skáldverk en ekki endilega heilagan sannleika.

Ég veit vel að það eru ekki eingöngu vinstrimenn sem væla. það eru margir sjálfstæðismenn líka ósáttir við tilveru hans. Ég var sáttur við að honum skyldi vikið úr seðlabankanum ef það myndi skapa frið og sátt í þjóðfélaginu. En ég er ósáttur við framkomuna gagnvart honum núna því ég tel hann eigi fullan rétt á að sanna sig í þessu starfi eins og aðrir.

Offari, 25.9.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður ;):):)

Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 26.9.2009 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband