26.10.2009 | 20:28
Ímynd Íslands mun skaðast
McDonalds að hætta.. Þetta mun skaða ímynd landsins. Það er því spurning hvort erlendir ferðamenn fást til að koma til landsins ef þeir frétta að hér fáist ekki McDonalds. Nú er bara spurning hvort botninum séð náð eða hvort kókið hverfur líka.
McDonalds verður Metró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hlýtur að gefa fundið út rétta Mac-Donalds "hamborgaragengið" - við vorum eð kolvitlaust "hamborgaragengi" - svo loksins þegar Mc-D gengið fer að færast í "réttar skorður"... þá yfirgefa þeir svæðið.....
Er þá bara ekkert að marka þetta Mc-D -"hamborgara-gengi"... eða hvað er í gangi...
Hvað er mac gegnið á ísl krónunni núna - miðað við NY London Tokyo Madríd o.fl....
Hvað gengur á í genginu á þessum bæ...
Kristinn Pétursson, 26.10.2009 kl. 20:44
Það er ekkert hægt að bera okkur saman við aðrar þjóðir ef landið dettur út úr McDonalds vísitöluni.
Offari, 26.10.2009 kl. 20:55
Það er gott að þeir eru að fara - hamborgararnir þeirra eru óætir eins og plast eða gólftuska - ÓGEÐ - !
Við erum með besta hráefni í heimi - hamborgarar úr kindahakki - fjallalambi !
Offari - hafðu ekki áhyggjur af kókinu - það er líka óholt og ógeðslegt fer vonandi líka úr landi !
Við erum með heimsins besta vatn í krönunum - Ísleska - VATNIÐ !
Þetta var heilsu-pistill dagsins ! Verði ykkur að góðu
Benedikta E, 26.10.2009 kl. 21:00
Ég get svo sem tekið undir með bragðgæðinn. Ég hef bara einu sinn smakkað hamborgara frá þeim og mig hefur ekki langað að fá mér svoleiðis aftur. Kókið hef ég hinsvegar ekki drukkið síðan haft var í hótunum um einkaleyfið. Því getum við sleppt líka.
Offari, 26.10.2009 kl. 21:06
Já, vonadi fer ropvatnið sömu leið og sést ekki aftur hér.
SeeingRed, 26.10.2009 kl. 21:19
Sammála Benediktu hér að ofan,þetta er óætt drasl og coka kola má fara líka.
Árni Karl Ellertsson 26.10.2009 kl. 22:28
Þetta var aldrei spurning um bragðgæði heldur stíl.
Offari, 26.10.2009 kl. 23:35
Hver þarf coke og mcDonalds, þegar við höfum pepsi og kfc
Óli 27.10.2009 kl. 11:34
Við þurfum ekkert á þessu að halda. Hinsvega auglýsir Coca cola sig á heimsvísu. (veit ekki með McDonalds) því verður þetta skellur fyrir þau fyrirtæki að geta ekki auglýst á heimsvísu. Eða að Ísland verði gert að krummaskuði sem ekki telst með.
Offari, 27.10.2009 kl. 12:03
Eigum við að stofna skyndibitastað, þar sem boðið er upp á súrsaða hrútspunga og mysu. Gæti komið vel út.
Höskuldur Búi Jónsson, 31.10.2009 kl. 12:13
Ég held að sá skyndibitastaður fengi bara viðskipti ákveðinn part af árinu.
Offari, 31.10.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.