Ferkantaðar ljósaperur.

Stuttu eftir að Jón Baldvin fékk „allt fyrir ekkert“  flutti fyrirtæki sem ég vann hjá inn tvo trailervagna frá bandaríkjahreppi og hugðist skrá þá hérlendis.  Vandamálin við skráninguna fólust helst í því að vagninn var með hringlótt ljós.  En „Allt fyri ekkert“  fór fram á að ljósin væru ferköntuð.

 

Þarna fannst mér staðlarni vera full grófir ekki það að ég hafi neitt á móti stöðlum en þeir meiga samt ekki skaða hönnunarfrelsið.  Á þessum tím var ekki búið að finna upp ferköntuðu ljósperuna svo í raun var ekki hægt að sjá úr fjarlægð hvort ljósin voru hringlótt eða ferköntuð.

 

Kaninn var líka með staðla. Tildæmis held ég að aðeins tvær gerðir að aðalljóskerjum hafi verið notaðar á Amerískum bílum frá ca 1940 til ca 1975.  Þetta voru fjögra og sex tommu hringlótt ljós sem einkenndu flesta bíla á þessum árum.  Evrópubílar voru þá hinsvegar með sérstökum ljósum  sem þeir þurftu svo að afbaka á sínum bílum ef þeir vildu selja þá í Bandaríkjahreppi.

 

Sem dæmi get ég nefnt Bjölluna, Bensinn og Peugotinn sem fór flatt á þeim útlitskröfumm sem kaninn gerði.  Ég held reyndar að allir lósastaðlar sem takmarki útlithönnunini séu nú horfnir þótt vissulega sé ljósmagnið ennþá samkvæmt reglum. Eignig hefur verið nýbætt þeirri reglu að bílar skulu vera þannig hannaðir að jafnvel konur geti hugsanlega skipt um ljósaperur í aðalljóskerum bílana.

 

Við byggingu álvers Fjarðaáls flutti Bechtel inn nýja Ameríska vörubíla sem aldrei fengu samþykkta skoðun frá íslenskum skoðunarstöðvum sökum þess að ökuritar þeirra væru ekki framleiddir með leyfi Evrópusambandsins. Ég held að til séu mun fleir dæmi um fáráleik ESB staðlana, Ég er tildæmis ekki svo viss um að glóðarperubannið sé eitthvað umhverfisskaðlegra en gasperuskildan.

Eitt skýrasta dæmið um það hve staðlar geti haft neikvæð áhrif eru McDonald staðlarnir. Þar átti kúnninn að geta treyst því að fá sama bragðið hvar í heiminum sem hamborgarii var keyptur.  Þegar reynt var að bjóða Íslendingum þessa stöðluðu borgara, kom í ljós að eingöngu var hægt að selja þeim sem voru vanir góðu hráefni var að höfða til barna.

 

Börnin borðuðu ekki borgaraana en þeim fannst leikföngin heillandi.


mbl.is Lántökur Evrusvæðis hálfu lægri en hjá Bretum og Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi pirringur þinn eitthvað tengdur því að skuldsetning á evrusvæðinu er miklu minni en í fyrirheitnu löndum frjálshyggjunnar, Íslandi, Bretlandi og USA?

Reinhard Reynisson 31.10.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Offari

Nei Reinard pirringur minn er mest á því að staðlarnir geta drepið okkar séreinkenni.  Kindurnar okkar eru kannski ekki endilega Evrópustaðlaðar og skyrið gæti allt eins verið bannað vegna þess að það er hvergi til annarstaðar.

Tengingin var bara valin út af því að fréttin var um Evrópu. 

Offari, 31.10.2009 kl. 17:13

3 identicon

Talandi um ljósaperur í bifreiðar. Fyrir 20 árum og þar áður, var leikur einn að skipta um ljósaperu í bíl. Henni var bara stungið í gatið og snúið í kvart hring. Einfalt og auðvelt. Núna þarf að troða hendinni inn á milli í þröngu rými, ekki hægt að sjá neitt, og þar þarf að ýta á einhverja stífa stálfjöður og það þarf að vita nákvæmlega í hvaða átt á að ýta henni, því að þetta er gert blindandi. Ef þú manst ekki í hvaða átt á að ýta fjöðrinni, þá er ekkert hægt að gera annað en fara með bílinn á verkstæði til að setja nýja peru í.

Fyrir 30 árum voru rafeindatæki, sem voru nýlunda, þannig gerð að ef þau biluðu, þá var skipt um einhvern hluta af innmatnum. Einhver kubbur var tekinn burtu og nýr settur í og kostaði ekki mikið, tækin komust í lag og entust von úr viti. En hvað gerist ef slík tæki bila í dag? Jú, þá er ekkert hægt að gera! Fékk mér HP prentara og eftir tiltölulega litla notkun vildi hann ekki prenta. Það kom bara gluggi sem á stóð að hylkin væru tóm, jafnvel þó að ég settni ný, rándýr hylki í hann. Fór með hann á verkstæði og þegar ég kom til að sækja hann var mér sagt að hann svaraði engum boðum og ekki væri hægt að finna bilunina. Honum var þá bara fargað. Núna hef ég ekki efni á að fá mér nýjan prentara.

Núna eru jafnvel einföldustu raftæki með einhvern bölvaðan tölvubúnað sem bilar og þá er ekkert hægt að gera annað en að henda tækinu og kaupa nýtt. Er þetta dæmi um þróun? Sýnir þetta að staðlar séu neytendavænir?

Ég er foksillur út af þessu.

Húnbogi Valsson 31.10.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Offari

Húnbogi ég held að Evrópusambandið sé búinn að koma því í gegn að auðveldara verði að skipta um ljósaperur.  Rafindabúnaður er orðinn það smár að illmögulegt er fyrir mannskepnuna að koma þeim í lag.  Þetta var allt í fína árið 2007 því þá kostuðu hlutirnir lítið.

Annars held ég að Evrópusambandið sé með sterk lög sem eiga að verja neytendum skakkaföllum fái þeir í hausinn gallaða vöru.

Offari, 31.10.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband