23.12.2008 | 21:32
Laun og ábyrgð.
Afhverju eru verkamenn á lægri launum en bankastjórar? Hér hefur alltaf verið talað um ábyrgð. En hver er ábyrgðin? Jú ef verkamaðurinn klúðrar stórt er hann rekinn og ef verkamaðurinn skuldar meir en hann ræður við fer hann í gjaldþrot. Ef bankastjórinn klúðrar stórt er málið þaggað og ef hann skuldar meir en hann ræður við eru skuldir hans afskrifaðarog verkamaðurinn látinn borga. Ef laun eiga að fara eftir ábyrgð sýnist mér að verkamaðurinn beri meiri ábyrgð.
Forstjóri Landsbankans lækkar í launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Laun STÓRA FÓLKSINS í samfélaginu þróuðust í að vera svona há vegna þeirrar ábyrgðar sem þau bera. Það sama á við t.d Skipstjóra sem ber ábyrgð á að koma áhöfn og skipi heilu heim.
Hinsvegar þegar menn taka ekki þá ábyrgð sem réttlætir þeirra laun þá snýst dæmið við.
Því hefur þú 100% rétt fyrir þér.
Þetta snýst ekki um réttlæti lengur... Ekki reyna að skilja ástandið lengur....taktu frekar þátt í að uppræta spillinguna sem veldur ástandinu.
Már. 23.12.2008 kl. 21:54
það er nú það.
En ég er afvelta
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 22:04
Peningar eru ekki annað en kvittun fyrir verðmæti. Til að skapa peninga þarf fyrst að skapa verðmæti. Bankar skapa í raun ekki verðmæti. Þeir eru hins vegar nauðsynlegur milliliður í miðlun peninga. Þess vegna eiga laun bankastarfsmanna og stjóra aðeins að fylgja lands-meðaltali. Þegar milliliðurinn er farinn að fá margfallt meira í sinn hlut en sá sem skapar verðmætin (Til dæmis: sjómenn, bændur, iðnaðarmenn, verksmiðjufólk) Þá er sá milliliður ekkert annað en snýkjudýr. Það er einfaldlega, nákvæmlega, rökrétt.
Húnbogi Valsson 24.12.2008 kl. 17:12
Já annars fannst mér besta svarið við þessu sem ég fékk á öðru vefsvæði var að peningarnir hljóti að vera dýrmætasta eignin því við borgum bankastjórum mun hærri laun en við borgum leikskólakennurum.
Offari, 24.12.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.