Hrunið er Davíð Oddssyni að kenna.

Ég var nú einn af þeim sem trúðu á Davíð á sínum tíma og þegar hrunið kom fannst mér ómaklega vegið að þessum gamla foringja sem reyndi að afmá þá pólitíski spillingu sem hér réði. Hann seldi jú bankana á sínum tíma en ég stórefst um að hann hefði gert það ef hann hefði vitað hvernig farið yrði með þá.

 

Ég var sammála honum að vilja ekki borga icesave skuldirnar og því ósáttur þegar Bretar settust niður við kastljósin eingöngu í þeim tilgangi að finna ástæðu til að setja hryðjuverkalögin á okkur. En fljótlega fór ég að átta mig á því að umbætur myndu ekki hefjast fyrr en Davíð stæði upp úr seðlabankastólnum.

 

Ég var því fylgjandi að Davíð færi frá til að ná sátt hjá þjóðini. Það þurfti bara potta og pönnur til að reka aðgerðarlausu stjórnina frá og koma að stjórn sem setti það sem forgangsmál að reka Davíð. Eitthvað gengur nýju ríkisstjórnini illa að reka karlinn enda einhver framsóknarpungur að þvælast fyrir þeim.

 

Ég missti af kastljósþættinum í gær og ætlaði því að horfa á hann í tölvu minni. En í miðjum þætti slökknaði á tölvuni og hún vildi ekki endurræsa sig. Talvan þoldi greinilega ekki að hafa Davíð svona lengi á skjánum. Talvan er nú hrunin og hrunið er Davíð oddssyni að kenna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Mín er líka að hruni kominn, krefjum Davíð um nýjar !!

TARA, 25.2.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Offari

Við verðum bara að mæta fyrir framan seðlabankann með potta og pönnurog heimta nýjar tölvur.

Offari, 25.2.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband