Ég vil ekki ganga í Evrópusambandið.

Hagkvæmni stærðarinar hefur verið ein helsta ástæða sameiningar útgerðarfyrirtækja og sveitarfélaga. Og nú vilja menn líka sameina Ísland við Evrópu vegna hagkvæmni stærðarinar. Ég ætla ekkert að bera á móti því að smæð okkar þjóðar er óhagkvæm en er stærðin eitthvað hagkvæmari?

 

Útgerðarfélög stækkuðu mikið í þeim tilgangi að hagkvæmara var reka stærri einingar. Mörg minni útgerðarfélög létu glepjast enda var sameinigin fólgin í því að þau fengju hlutdeild í stóra pakkanum. Hver er svo niðurstaðan? Smærri útgerðarpláss hafa verið lögð niður og stærri plássin fengu að halda lífi.  Hver var þá ávinningur fyri minni aðilana við það að sameinast þeim stóru?

 

Sameining sveitarfélaga átti líka að auka hagræðingu. Það undarlega að þá voru lítil og lítið skuldsett sveitarfélög sameinuð stórum og skuldsettum sveitarfélögum. Ávinningurin var eitt stórt og meira skuldsett sveitarfélag. Hver var þá ávinnigur minni sveitarfélagana að sameinast þeim stóru?

 

Ef Ísland sameinast Evrópu hver verður þá ávinningurinn?  Ég er hræddur um að það verði svipuð niðurstaða stórir gleypa þá litlu semsagt enginn ávinningur fyrir lítil lönd.  Ég er ekki tilbúinn til þess að fórna mínu litla landi í kjaft stóru landana ef ávinningurinn er enginn.

 

En er smæð okkar virkilega svona óhagstæð? Einhver sagði mér að smábáta útgerð væri mun hagstæðari en togara útgerð.  Sé það rétt þá getur einfaldlega verið hagkvæmara að vera smár.  Lítil sveitarfélög voru oft á tíðum rekin mun betur en stór sveitarfélög . Stórir bankar hrundu meðan margir af litlu bönkunum lifðu af. Þetta segir mér einfaldlega að smár getur verið klár.

 

Ég verð samt að viðurkenna það að smæð krónunar hefur reynst okkur dýr biti í hinum stóra heimi. En hef samt trú á að hún eigi sér aftur lífsvon því ég tel að hún hafi einfaldlega falli fyrst í hruni gjaldmiðlana og að fleiri gjaldmiðlar muni falla. Því er ég á því að smæð krónunar muni auðvelda upprisu hennar og virðingu.

 

Bestu rökin fyrir inngöngu í Esb er að samstaða þjóðana kemur í veg fyrir stríð.  En ég vill hinsvegar ekki fylga þeirri samstöðu sem aðrar Evrópusambandsþjóðir þurftu að fylgja þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög.  Það fylgja því bæði kostir og gallar að ganga í Esb Ég er ekki fylgjandi aðild og set því gallana ofar en kostina. 

 

Ég vona bara að mér sé fyrirgefin neikvæðnin,  Ég  sé líka kosti en neikvæðni mín drepur þá alltaf niður en fari svo að þjóðin velji þann kost að ganga í Esb verð ég einfaldlega að lúta vilja þjóðarinar og nýta mér þá kosti sem Esb gefur okkur frekar en að eyða orku í að gráta ókostina.

 

Það eiga allir rétt á að segja sína skoðun um þetta mál án þess að þeir sem séu aðild fylgjandi séu sagðir vilja selja sjálfstæðið eð þeir sem eru á móti séu sagðir fylgjandi spilltum stjórnmálum  eða Líú. Ég tel að flestir sem eru með og á móti skoði kosti og galli en ekki hvað þeirra flokkur segi þeim að gera. Mér leiðist að þurfa útiloka einn stjórnmálaflokk frá atkvæði mínu vegna stefnu sem kemur pólitik ekkert við.


mbl.is Efnahagsleg rök duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er tvístigandi en prinsípið hjá mér hefur verið þetta ef LÍÚ er fylgjandi einhverju þá er ég á móti.

Finnur Bárðarson, 14.4.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Offari

Ef hugsunarhátturinn verður svona hjá fólki tel ég litlar líkur á að aðild verði hafnað. Hvað ef allir þeir sem eru á móti Sjöllunum vilji aðild vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Ég vona bara að hver og einn velji eftir því hvað þeir telji betra fyrir þjóðina frekar en að fara eftir því hvað aðrir vilja.

Offari, 14.4.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Brattur

Mér skilst vegna smæðar okkar og legu landsins, að við getum samið sávarútveginn og landbúnaðinn þannig að við getum vel við unað... ávinningurinn er lægri vextir, lítil verðbólga, sterkari gjaldmiðill og stöðugleiki... heyrði í fyrra fyrir kreppu að þetta gæti orðið um 1 milljón króna betri afkoma fyrir hvert heimili...

En a.m.k. finnst mér allt í lagi að skoða hvað í boði er... það ætti ekki að koma að sök...

Brattur, 14.4.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Offari

ég hef ekkert á móti miljónini En hvað þurfum við að láta í staðin? Reyndar hefur mér ekki verið boðið þessa miljón fyrir að ganga í Esb svo ég er fyrst að frétta þetta núna.

Offari, 14.4.2009 kl. 22:02

5 identicon

Þegar svíar gengu í bandalagið, þá voru ein rökin með inngöngu þau að landbúnaður norðan ákveðinnar breiddargráðu (mynnir 60°) fengi auka styrki og sérstaka fyrirgreiðslu til að bæta þeim erfið skilyrði. Spurning hvort það sé eins með sjávarútveg.

Ég er hins vegar fullviss um að evrópubúum mun þykja það óþolandi frekja að svona fámenn þjóð vilji hafa stærsta hafsvæðið útaf fyrir sig meðan öll önnur og minni hafsvæði eru sameiginleg fyrir þúsund sinnum fleiri íbúa. Bara á Spáni eru atvinnulausir sjómenn fleiri en allir sjómenn Íslands.

Er ekki réttara að kalla þetta: Sovétríki Evrópu?

Húnbogi Valsson 15.4.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband