20.4.2009 | 00:17
Stórasta landið.
Jæja svo fór sem fór nú geta ofurlaunabullararnir ekki lengur framleitt aura úr peningum sem aldrei voru til. Ég vill benda á þennan pistil http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=1177&n=5708 þar sem ritarinn bendir á hvað sú auðlind væri miklu gjöfulli en áliðnaðurinn en ég held að nú sé það áliðnaðurinn sem sé eini möguleiki okkar til að bjarga þjóð vorri frá þeim hörmungum sem nú eru yfirvofandi.
Enkavæðing bankana leit gífurlega vel út. Rótgrónir bankar fóru að sýna hagnaðartölur sem engan óraði fyrir. Ríkissjóður hafði meiri arð af skatttekjum bankana en ríkisbankarnir gáfu í tekjur. Því var hugmyndin ekki vitlaus þrátt fyrir að ævintýrið hafi endað illa. Útrás bankana var of hröð en þarna voru þeir að nýta tækifæri sem þeim bauðst á silfurfati.
Ég er sjálfu tækifærissinni og hefði eflaust fallið í sömu gildru ef ég hefði átt banka á þessum tíma svo ég á erfitt með að dæma þess kauða. Þó hef ég vitað það alla tíð að fjárfestingar fyrir fé sem ekki er til geta aldrei verið arðbærar. Maður einfaldlega getur ekkert gert úr engu því það vita allir sem kunna margföldunnartöfluna að það er sama hvaða tölu menn margfalda með núlli útkoman verður alltaf núll.
Nú er komið að skuldadögum og það eina sem framleiðir peninga í dag er eitthvað áþreifanlegt. Landbúnaðurinn sem hefu staðið illa segist geta fætt þessa þjóð svo þar eru sóknarfæri sem reyndar gera enga ríka en gerir þjóðina sjálfum sér nægja. Bílafloti Íslendinga ætti að duga næstu þrjátíu ár ef menn hætta að pressa nothæfa bíla, svo sjálfstæði landsins er í engri hættu.
Vatnajökull á fjölmörg ár eftir og því um að gera að virkja hann að fullu áður en hann rennur allur til sjávar. Þetta kallar að víst á öfluga stóryðjustefnu þar sem engum tækifærum má hafna. Áliðnaðurinn er tækifæri nútímans sem við verðum að nýta. Ljóst er að sá markaður mettast einhvertíman og eftir það verður ekki hægt að treysta endalaust á þann iðnað.
Ný tækifæri munu koma framtíðin er óráðin en við eigum að nýta þau tækifæri sem í boði eru en ekki að bíða eftir að eitthvað annað komi í staðinn. Krónan okkar er lasin núna sem gerir útflutningsgreinum okkar róðurinn léttari. Á sínum tíma var sjávarútvegurinn nánast okkar eini útflutningur en nú er álið að verða stór hluti líka.
Við vitum vel að hvort tveggja getur fallið og önnur kreppa skollið á því er betra að báðar okkar stærstu útflutnigsgreinar séu svo sterkar að ef önnur fellur geti hin fleytt okkur yfir erfiðustu tímana meðan leitað er að öðrum tækifærum. Olíuhreinsistöð á vestfjörðum er líka tækifæri sem vert er að skoða.
Stóriðjustefnan felur líka í sér fórnir, Fórna þarf dýrmætum landsvæðum undir virkjannir raflínur og stóriðju. En þess ber þó að geta að við höfum ekkert með þau landsvæði að gera þegar enginn hefur efni á að njóta þeirra. Því verðum við að leggja niður allt sem heitir umhverfismat og svoleiðis munað. Það er allt í lagi að vera með einhverja umhverfisstefnu sem passar upp á að við eyðileggjum ekki gjöfular náttúruauðlindir en við höfum ekkert efni á því að spá í sjónmengun á einhverjum stöðum sem enginn hefur efni á að sjá.
Komandi kynslóðir verða ekki til ef þessi kynslóð lifir ekki af. Styrkur Íslands felst í Orku og fiski þetta eru ekki ótakmarkaðar auðlindir því ber að passa upp á að ofveiða ekki fiskistofna sem eru breytilegir frá ári til árs. En það vatn sem rennur óvirkjað til sjávar er glötuð auðlind og ég mæli því með því að allar sprænur landsins verði virkjaðar og reist verð stóriðja við hvern fjörð sem byggilegur er.
Upp með stóriðjustefnuna og niður með umhvefiskjaftæðið. Hver veit nema að stórasta land í heimi verði nægjanlega stórt að pláss verði aftur fyrir ofurlaunabullara án þess að þeir þurfi á útrás að halda. Áfram Ísland.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Hér þarf að leiðrétta: Álið er ekki OKKAR útflutningur. Það eru útlendingar sem eiga það að ölli leyti. Það eina sem við fáum af áliðnaðinum eru laun starfsmanna og eitthvað smávegis af sköttum. Það sem við fáum fyrir rafmagnið til stóriðju er svo lítið að það dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði með þeim afleiðingum að hækka þarf verð á raforku til almennings og allrar annarrar starfsemi, til að landsvirkjun nái endum saman. Sem hefur sýnt sig að hefur valdið samdrætti til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi og fækkað þar störfum. Þannig hefur áliðnaðurinn valdið atvinnuleysi og tekjutapi fyrir ríkissjóð.
Þess vegna hlýtur að vera farsælast að draga úr álframleiðslu til að geta boðið þetta "heimsins ódýrasta" rafmagn til annarrar starfsemi sem gefur meira af sér p. kwst heldur en áliðnaðurinn og er þar að auki íslensk. Þannig sleppum við líka við að byggja fleiri dýrar virkjanir, sem við höfum reyndar ekki efni á lengur. Ísland getur til dæmis orðið stórveldi í garðyrkju ef hún slyppi við að þurfa að borga okurverð fyrir raforkuna.
Annars blöskrar mér vælið í fólki. Man sérstaklega eftir sveitastjórnamönnum á austfjörðum í aðdraganda Kárahnúkavirkjunar. Þessir menn voru á margra milljón króna jeppum, með fjölda útlendra farandverkamanna í uppgripavinnu í kring um sig. Vælandi og kjökrandi í fjölmiðlum: Á hverju eigum við að lifa? Hvað eigum við að gera í staðinn? Austfirðir eru að leggjast í eyði? Það geta ekki allir lifað á fjallagrösum! Núna eru húsvíkingar komnir í þetta far. Þeir eiga svo bágt.
Húnbogi Valsson 20.4.2009 kl. 04:22
Um þriðjungur heildarveltu álveranna verður eftir í íslensku hagkerfi, 76.8 milljarðar árið 2008. Á Íslandi starfa þrjú álver. Samtals nam velta er þeirra árið 2008 eða rúmlega 192.00 milljörðum króna miðað við meðalgengi dollars árið 2009 Iðnaðarráðuneytið hefur áætlað að um þriðjungur af heildarveltunni verði eftir í íslensku hagkerfi (en a.m.k. sum álfyrirtækjanna telja hlutfallið um 40% til 44.5)
Hið rétt er að verð raforku til almenninga er áætlað vera 30 til 40% lægra til almenningsnota vegna stóriðju ef stóriðja væri ekki væru orkuveri minni og óhagkvæmari og dýrari í rekstri.
Rauða Ljónið, 20.4.2009 kl. 09:20
Húnbogi ég hef fylgst með þeirri breytingu sem var á austurlandi þegar framkvæmdir hófust svo ég veit vel að stóriðjan hefur mikil áhrif á atvinnulífið. Það er rétt hjá þér að sama vælið er komið í Húsvíkinga og var hjá austfirðingum fyrir álver.
Þennan pistil skrifaði ég stuttu eftir hrunið og setti þarna link þar sem einn skrifið um hvað útrásin skilaði miklum tekjum í landið. Nú er sú tekjulind horfin og fráfallið hafði skelfilegar afleiðingar. Ég hefði vissulega viljað hafa meiri fjölbreytni í notkun á okkar orkuauðlind en það verður of seint að byggja álverin þegar álmarkaðurnn mettast.
Rauða Ljón helstu rökin fyrir byggingu álvers í Straumsvík voru þau að ef við færum ekki í það þá yrðu kjarnorkuver orkuframleiðsla framtríðarinar á Íslandi. Þetta var áróðursbragð kratana sem nú eru að reyna alskonar brellur til að fá okkur til að ganga í Esb.
Grundvöllur fyrir byggingu raforkuvera er alltaf langir raforkusölu samningar. Ég held að gert hafi verið ráð fyrir að Kárahnjúkar ætu að borga sig niður á 20 árum. Eftir það er lítill rekstrakostnaður og mikill hagnaður. Það má vel vera rétt hjá Húnboga að almenningur sé látinn greiða niður orku til álvera en ég tel hinsvegar að álverin séu látin greiða uppbygging raforkuvera.
Offari, 20.4.2009 kl. 10:12
Offari farðu og leggðu þig!
Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2009 kl. 02:29
Eigum við ekki bara að skella okkur upp á Vatnajökul og dást að útsýninu
TARA, 7.5.2009 kl. 23:38
Nei takk. Upp á Vatnajökul fer ég ekki. Það er svo mikil hætta á að verða fyrir bíl þar.
Húnbogi Valsson 10.5.2009 kl. 23:09
LOL...
TARA, 10.5.2009 kl. 23:17
Það hlytur að vera hægt að setja upp umferðarljós þar.
Offari, 12.5.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.