Blogg.is

Ég fékk eftirfarandi bréf frá blogg.is

 

Ágæti bloggari.Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Starri Hjartarson. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.Smelltu hér til að birta Starri Hjartarson sem ábyrgðarmann bloggsins þíns.Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund. Rétt er að ítreka að sé ábyrgðarmaður ekki birtur getur þú hvorki bloggað um fréttir né birtast bloggfærslur þínar á forsíðu blog.is.Kveðja, blog.is

 Bréf þetta segir mér að augljóslega viti þeir hver er ábyrgur fyrir skrifum Offara en afhverju þarf að auglýsa það? Offari er skáldanafn líkt og fleiri hafa kosið nota. Munur á skáldanafni og mínu nafni er sá að sé skrifað undir skáldanafni ber að hafa fyrirvara á öllu sem skáldið segir. Sé skrifað undir eigin nafni þar sá hinn sami alltaf þurfa að taka það fram. Að hann hafi annaðhvort örugga vitneskju um það sem hann segir eða taka fram að þetta séu óstaðfestar fréttir. Stjórn Offara neitar að birta nafn ábyrgðarmans við bloggfærslur sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek ekki þátt í þessari vitleysu lengur. Eyddi minni síðu og aðgangi áðan.

Staksteinar, sem ég hef haft gaman af lestri á hingað til; verða væntanlega með tengingu við þjóðskrá á nafn höfundar þeirra pistla, strax í fyrsta tbl. Mbl. eftir áramót. 

Þ.e.a.s. ef Morgunblaðið og ritstjórn þess vilja vera teknir alvarlega í sinni blaðamennsku. Þannig fylgja þeir sinni sannfæringu eftir í þessum efnum.

Konan mín hefur þegar sagt upp áskriftinni til margra ára. 

Hippókrates 30.12.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Offari

Er ekki best að beita bellibröggðum?  Það er svo mikið í tísku í dag því ætti maður ekki að tolla í tískuni.

Offari, 30.12.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svona er lífið bróðir sæll!

Njótið áramótanna .  Vona að hugurinn sé ekki of bundin þeim síðustu. 

kÆR KVEÐJA TIL ALLRA!

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 18:46

4 Smámynd: Offari

Takk ég vona bara að áramótin verði ekki eins hörmurleg og síðustu áramót.

Offari, 30.12.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband