Takk fyrir.

Nú hefur Árni M Mathiessen ákveðið að gefa ekki kost á sér. Ég met það við hann að standa ekki í vegi fyrir þeim breytingum sem þarf að gera. Ég hefði frekar vilja algjörlega afnema þetta hefbundna flokkakerfi svo nýjir þingmenn þyrftu ekki að líða fyrir syndir eldri flokksfélaga. Samt er betra að endurnýjunin sé innan flokkana en að engin endurnýjun verði.

Stjórnkerfið brást þegar efnahugshrunið skall á. Aðgerðarleysið er versti óvinur framfarana. Aðgerðarleysið stafaði einna helst af skorti á trausti, trausti sem þarf að endurvekja. Ég vona að Árni finni sér starf aftur því það er ekki hvetjandi fyrir fólk að taka að sér þingmensku ef ekki er hægt að taka við öðru starfi þegar þingmensku líkur.

Of löng seta á þingi dregur úr hugmyndaflæði.  Þeir þingmenn sem sitja núna eru þingmenn gamla tímabilsins. Þeir eru því líklega hugmyndasnauðir gagnvart því tímabili sem við tekur. Kerfi sem virkaðí í gamla tímabilinu er hrunið. Menn sem trúðu á það kerfi einblína um of á að reyna að gera við ónýtt kerfi meðan nýtt fólk leitar að nýju kerfi.

Ég vill þakka Árna fyrir störf sín og fyrir að gefa nýju tímabili tækifæri með því að víkja.


mbl.is „Nú fer ég að líta í kringum mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrir hvað þakkar þú honum?

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Offari

Ég þakka honum fyrir störf sín fyrir þjóðina. Það má vel vera að störfin séu gagnrýnsverð en þetta var kerfi sem hann og fleiri trúðu á og hann vann eftir því. Það vissi enginn að kerfið færi svona. En því tímabili er lokið, meðan við bíðum eftir nýju tímabili verðu við að lifa í óvissutímabilinu.

Offari, 26.2.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

væl mælt Offari

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2009 kl. 19:52

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hefði viljað afnema sjálfstæðisflokkinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: Offari

Já Jakobína ég trúi því vel að þú viljir afnema sjálfstæðisflokkinn. Ég hef lesið blogg þín en fólk hefur samt en mismunandi skoðanir og málefnin eru mörg. Ég vill ekki afnema einn flokk heldur alla flokka. Fólk í framboði getur svo skilgreint sig hvort þeir telji sig vera hægri vinstri eða einhverstaðar þar á milli.

Offari, 26.2.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Árni getur alltaf snúið sér að dýralækningum. Það er nú hans sérgrein.

Skákfélagið Goðinn, 26.2.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband