9.4.2009 | 15:18
Vanvirðing við okkar æruverðuga alþingi.
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 12:08
Ég vill fá lýðræðiskosna þjóðstjórn næst.
Nú eru að koma kosningar og enn hefur ekki komið sá flokkur sem passar akkúrat fyrir mínar hugmyndir. Flokkarnir hafa lítið haft sig frami um leiðir til úrbóta virðast leggja meiri áherslu að benda á óágæti annara flokka en að auglýsa kosti sína.
Þó tel ég að allir flokkar hafi í raun það sama markmið að reyna að vinna okkur út úr óstandinu. En því miður virðist þeim ekkert vera ágengt. Ég tel ástæðuna vera rangar áherslur. Áherslurnar virðast helst byggjast á því að fá aðrar þjóðir til að hafa álit á okkur.
Mér er nokk sama hvaða álit aðrar þjóðir hafa á okkur, enda tel ég það engu skipta núna. Lánstraust skiptir litlu máli þegar ekkert lánsfé er að fá. Það er komið að skuldadögum og nú þurfum við að finna leið hvernig hægt er að ná sem mestum skuldum til skila án þess að heimilin svelti.
Hagkerfið hefur hægt verulega á sér , ef það stöðvast myndast algjört kaos. Of háar skuldir geta leitt til fjölda gjaldþrota og ef við lendum í þeim hvell er hætt við að hagkerfið stöðvist og mjög erfitt að gangsetja það aftur. Því tel ég að það þurfi að afskifa skuldir til að hægt sé að halda hagkerfinu gangandi.
Ég tel að hækkun fasteignaverðs sé mesti orsakavaldur heimskreppunar. Skuldir heimila jukust og fólk hafði minna og minna fé á milli handana til að geta keypt þær neysluvörur sem sköpuðu öðrum atvinnu. Fiskurinn okkar þarf nú að keppa við ódýrari matvæli og verðfellur en fólk mun samt ekki hætta að borða.
Bíla bygginga og flugvélaframleiðsla hefur dregist mjög sem veldur mikilli lækkun á álinu okkar. Eftir stöndum við skuldsett með litlar tekjur. Við getum ekki borgað þessar skuldir. Því þarf að afskifa þann hluta sem við getum ekki borgað. Til þess að kröfuhafar fái sem mest og til að hægt verði að endurreisa heimsiðnaðinn.
Framsókn hefur komið með tilögur um afskriftir skulda um 20% en hugmyndin fær ekki undirtektir frá stjórnarflokkunum. Neikvæðnin virðst helst byggjast á þeim rökum að sumir fái meira afskrifað en aðrir. Þeir sem skulda mikið fái afslátt á sínum offjárfestingum. Og þeir sem lítið skulda fái lítinn afslátt.
Staðreyndin er sú að of hátt fasteignaverð hefur neytt stóran hluta íslendinga til að skulda of mikið og verðtryggingin hefur aukið skuldastöðu offjárfestana þannig að þeir sem offjárfestu eru í verstu málunum og þurfa því meiri afslátt en þeir sem lítið skulda.
Samfylkingin vill fara skuldajöfnunarleiðina. Það er líka þörf á þeirri leið en sú leið byggir á því að einhvertíman muni fasteignaverð aftur hækka. Ég hef því miður litla trú á að slíkt muni gerast meðan framundan er allstaðar samdráttur. Samdráttur mun halda áfram meðan neytendur eru of skuldsettir til að geta tekið þátt í neyslusamfélaginu.
VG vill afskrifa allar skuldir um 4 miljónir. Sú leið mun bjarga mörgum til dæmis gera mig skuldlausann svo ég ætti helst að þiggja þá lausn en hún bjargar ekki þeim verst settu. Mér líst vel á margar hugmyndir hjá VG til dæmis að kyrrsetja falinn fjársjóð útrásarvíkingana og afnám verðtryggingarinar.
Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að taka undir hugmyndir Framsóknarmanna um 20% afskrift og að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður við Esb. Mér líst vel á þá hugmynd því þótt ég telji Esb ekki þá leið sem bjargar okkur út úr óstandini þá er ég lýðræðissinni og mun sætta mig við að fara þá leið ef þjóðin vill hana.
Borgarahreyfingin vill fara svipaða leið og ég vill fara gagnvart fyrirtækjum landsins. Ríkisvæða fyrst og bjóða svo starfsmönnum að kaupa þegar búið er að finna rétta verðið. Satt best að segja tel ég bestu leiðina að sameina allar góðu hugmyndirnar og mynda þjóðstjórn næsta kjörtímabil.
Þjóðstjórnin getur einmitt stuðlað að þeirri sameiningu sem þjóðin þarf á að halda til að hægt verði að ná sátt um þær aðgerðir sem gera þarf. Pólitíkin, Stóriðjurnar og Esb hefur margklofið okkar þjóð því þurfum við að leggja niður deilur. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stóriðju og Esb samninga gætu verið lýðræðisleg lausn á þeim deilum.
Það er kominn tím á að við hættum að lifa í fortíðini til að geta tekist á við framtíðina. En framtíðin verður ekki til nema við tökum öll þátt í að móta hana því þótt við séum fólk með mismunandi skoðanir þá erum við öll þjóð sem vill vinna sig út úr óstandinu þannig að sem fæstir skaðist.
Því vill ég biðja um þjóðstjórn næsta kjörtímabil.
Tenging við evru skapar erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.3.2009 | 01:21
Hvort erum við þjóð eða pólitískir flokkar?
Ég hef verið hér í bloggheimum og lesið skoðanir ýmsra um það óstand sem nú ríkir. Fólk er ýmist til hægri eða vinstri eða einhverstaðar þar á milli. Byltingin hefur náð að losa okkur við aðgerðarlausa ríkisstjórn og við tók stjórn sem lagt hefur ofuráherslu á að reka Davíð. Aðalatrið fannst mér samt vera að ná fram pólitískum sigrum óháð því hvort slíkar aðgerðir gerðu eithvert gagn.
Meinið við Davíð var að hann var pólitískur og því naut hann ekki trausts sinna pólitisku andstæðinga. Því taldi ég rétt að hann viki en vandamálið við það að pólitískir andstæðingar tóku að sér að reka Davíð. Er að flokksfélagar Davíðs sætta sig ekki við slíka aðgerð nema að pólitiskur forseti víki líka. Staðan má ekki vera ójöfn, Ef vinstrivængurinn vinnur sigur þarf hægrivængurinn líka að vinna sigur.
Einar K Guðfinnsson lét það verða sitt síðasta ráðherraverk að leyfa hvalveiðar á ný. Þetta var pólitísk refskák hjá honum því hann vissi vel að þeir stjórnarflokkar sem við tóku væru ekki á sama máli um hvalveiðarnar. Samfylkingin var nærri því búiin að gera sjálfstæðisflokkinn að ESB flokk en mun henni takast að gera VG að ESB flokk? Það kæmi mér ekkert á óvart.
Steingrímur vildi skoða myntsamstarf við Norðmenn en slíkt samstarf var útilokað á fundi um hlýnun jarðar í Bláa lóninu. Framsókn vildi fara þá leið að afskrifa skuldir en Jóbama virðist ekki geta séð þann möguleika. Ætlar Samfylkingin að útiloka allar góðar hugmyndir þangað til að við neyðumst til þess að ganga í ESB vegna þess að við erum ekki fær um að bjarga okkur sjálf?
Hversvegna gerir ríkistjórnin ekkert til að bjarga heimilum landsins? Vill hún ekkert gera? Er nýja stjórnin líka lömuð? Hvað lamar þessa stjórn ? Er flokkaspillingin ennþá að koma í veg fyrir úrbætur? Hvernig endar þetta? Er ekki kominn tími til að leggja niður pólitískan ágreining og finna sameiginlega lausn á úrbótum?
Staðreyndin er sú að þótt við höfum ólíkar skoðanir getum við öll verið sammála um að óstandið lagast ekki fyrr en eitthvað verður gert. Við viljum öll gera það sem við getum en komum engu í verk vegna þess að við treystum ekki pólitísku andstæðingum. Hugsanlega þarf að leggja niður flokkakerfið til að slökkva á þessu vantrausti.
Sú ofuráhersla sem lögð er á að vernda ímynd Íslands erlendis er tilgangslaus með hér er allt í ólestri. Aðgerðarleysið eykur ekki ímyndina. Samþjöppun þjóðarinar um að vinna okkur saman út úr óstandinu myndi auka ímyndina og þjóðin gæti orðið fyrirmynd annara þjóða. En það er bara spurning hvort erum við þjóð eða pólitískir flokkar?
Sekt og sakleysi á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2009 | 12:30
Oft má satt kjurt liggja.
Ný seðlabankalög gera ráð fyrir því að seðlabankastjóra sé skylt að segja það opinberlega ef ljóst þykir að bankar séu á leið í þrot. Þetta stafar líklega af því að Davíð segist hafa varað forsetisráðherra við hruninu. En þegar skoðað er hvað hann sagði opinberlega var hann ekki eins svartsýnn á ástandið.
Ég tel að þarna hafi hann vísvitandi verið að villa um fyrir almenningi. Ég held að honum hafi verið ljóst að ástandið myndi síður en svo skána ef almenningur vissi hvert stefndi. Það er nokkuð ljóst að þegar almenningur fékk loks að vita hvað væri að gerast fór fólk að taka út innistæður sínar því það hvorki treysti bönkum né ríkisstjórn.
Spilaborg bankana féll hratt og ég tel að bankarnir hefðu fallið fyrr ef almenningur hefði fengið sömu aðvaranir á sama tíma og ríkisstjórnin. Hvort það hefði breytt einhverju hvort bankar hrundu fyrr eða síðar held ég að ekki hefði skipt neinu máli. En trúlega hefur stjórnin haldið að hægt væri að bjarga bönkunum og því ekki viljað segja frá fyrr en ljóst var að þeim var ekki viðbjargandi.
Nú hefur komið í ljós að þegar fjármálaráðherrar Bretlands og Íslands ræddust við í síma að Árni hafi greint of satt frá stöðuni. Sagt að fyrst yrði að leysa heimavandann áður en að farið yrði að ganga frá erlendum vanda. Það er nokkuð ljóst að Bretar voru að semja við Landsbankann um þessa skuld þegar aðrir aðilar tóku við stjórn bankans. Ekki veit ég hvort Árni vissi af þeim samningum eður ei, en ljóst er að það skyndilega stopp sem var á þeim samningaviðræðum olli því að Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann.
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að sannleikurinn sé sagna bestur en stundum á reglan um að oft megi satt kjurt liggja rétt á sér.
Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.2.2009 | 22:45
Æ hver andskotinn (fyrirgefið orðbragðið) rákum við rangann mann?
Góðir fundir með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2009 | 14:57
Takk fyrir.
Nú hefur Árni M Mathiessen ákveðið að gefa ekki kost á sér. Ég met það við hann að standa ekki í vegi fyrir þeim breytingum sem þarf að gera. Ég hefði frekar vilja algjörlega afnema þetta hefbundna flokkakerfi svo nýjir þingmenn þyrftu ekki að líða fyrir syndir eldri flokksfélaga. Samt er betra að endurnýjunin sé innan flokkana en að engin endurnýjun verði.
Stjórnkerfið brást þegar efnahugshrunið skall á. Aðgerðarleysið er versti óvinur framfarana. Aðgerðarleysið stafaði einna helst af skorti á trausti, trausti sem þarf að endurvekja. Ég vona að Árni finni sér starf aftur því það er ekki hvetjandi fyrir fólk að taka að sér þingmensku ef ekki er hægt að taka við öðru starfi þegar þingmensku líkur.
Of löng seta á þingi dregur úr hugmyndaflæði. Þeir þingmenn sem sitja núna eru þingmenn gamla tímabilsins. Þeir eru því líklega hugmyndasnauðir gagnvart því tímabili sem við tekur. Kerfi sem virkaðí í gamla tímabilinu er hrunið. Menn sem trúðu á það kerfi einblína um of á að reyna að gera við ónýtt kerfi meðan nýtt fólk leitar að nýju kerfi.
Ég vill þakka Árna fyrir störf sín og fyrir að gefa nýju tímabili tækifæri með því að víkja.
Nú fer ég að líta í kringum mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2009 | 21:55
Hrunið er Davíð Oddssyni að kenna.
Ég var nú einn af þeim sem trúðu á Davíð á sínum tíma og þegar hrunið kom fannst mér ómaklega vegið að þessum gamla foringja sem reyndi að afmá þá pólitíski spillingu sem hér réði. Hann seldi jú bankana á sínum tíma en ég stórefst um að hann hefði gert það ef hann hefði vitað hvernig farið yrði með þá.
Ég var sammála honum að vilja ekki borga icesave skuldirnar og því ósáttur þegar Bretar settust niður við kastljósin eingöngu í þeim tilgangi að finna ástæðu til að setja hryðjuverkalögin á okkur. En fljótlega fór ég að átta mig á því að umbætur myndu ekki hefjast fyrr en Davíð stæði upp úr seðlabankastólnum.
Ég var því fylgjandi að Davíð færi frá til að ná sátt hjá þjóðini. Það þurfti bara potta og pönnur til að reka aðgerðarlausu stjórnina frá og koma að stjórn sem setti það sem forgangsmál að reka Davíð. Eitthvað gengur nýju ríkisstjórnini illa að reka karlinn enda einhver framsóknarpungur að þvælast fyrir þeim.
Ég missti af kastljósþættinum í gær og ætlaði því að horfa á hann í tölvu minni. En í miðjum þætti slökknaði á tölvuni og hún vildi ekki endurræsa sig. Talvan þoldi greinilega ekki að hafa Davíð svona lengi á skjánum. Talvan er nú hrunin og hrunið er Davíð oddssyni að kenna.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 01:44
Samsæriskenning um spákapmennina.
Það hafa verið margar tilgátur um það hverju kreppan sé að kenna. Böndin berast samt mest að eigendum bankana ríkis og seðlabankastjórn. Mörg mistök hafa verið þar gerð bankarnir mistu veltuna sem þeir byggðu afkomu sína á. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinar spilling og skilnigsleysi bættu ekki úr skák. Og fyribyggjandi vorn seðlabankans var enganvegin næg.
Góðærið var undanfari kreppuna. Allt í einu fóru flestir að geta keypt sér nýja bíla hjólhýsi og íbúðir. Þessu fylgdi verðhækkun þótt við yrðum lítið vör við hana því gengi krónunar hækkaði með þeim hækkunum, þannig að vöruverð hér var í raun hagstæðara en í öðrum löndum. Fasteignaverðið hækkaði samt upp úr öllu valdi.
Svo fór eldsneytið að hækka í verði. Skýringin var spákaupmenska á eldsneyti. Eins og allir vita þá er oft hægt að græða með því að kaupa ódýrt og selja dýrt. En ég er kominn með þá samsæriskenningu að þarna hafi menn verið að kaupa dýrt til að selja ódýrt. Klórar sér í höfðinu
Svipaða sögu er hægt að segja um álverðið. Það var keypt á toppverði en er núna selt á útsölu. Skattakerfið gerir ráð fyrir að fyrirtæki noti hluta af hagnaði til að láta fyritækin vaxa. Þegar tekjur fyrirtækja eru miklar myndast tækifæri til að þenja sig út. Íslensk fyrirtæki notuðu tækifærið óspart og miklar sameiningar urðu til. Ég get vel trúað því að slíkt hafi gerst í öðrum löndum líka með tilheyrandi skuldsetningum. Svo skall kreppan á Enginn hafði lengur efni á að kaupa neysluvörur fólk hætti að geta borgað skuldir sínar. Olíu og álverð féll. Það var sama hvað olíu og álframleiðendur drógu úr framleiðslu áfram hélt verðið að lækka.
Vegna þess að þeir sem keyptu dýrt voru nú farnir að selja ódýrt. Það kæmi mér ekki á óvart að spákaupmennirnir hafi fjármagnað spákaup sín með lánsfé gegn um hlutafélög. Voru spákaupmenn visvitandi að koma kreppuni af stað með því að láta heimilin fara á hausinn með of háu verði og næst að taka fyrirtækin niður með of lágu verði? Maður spyr sig.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.2.2009 | 21:26
Kynjajöfnuður.
Ég hef aldrei geta skilið hvernig hægt er að jafna kynjamun í lýðræðislegu prófkjöri. Ég hef reyndar aldrei fengið að taka þátt í prófkjöri sem mér finnst í raun vera ólýðræðislegt. Hvernig fer þetta fram? Er úthlutað hvort kynið þú mátt velja? Eða fá konur að velja konu og karlar að velja karla?
Væri ekki einfaldara að kljúfa flokkana eftir kynum og kjörseðlana líka eftir kynum. Þá yrðu til karla og kvennasamfyking, karla og kvennaframsókn, karla og kvennasjálstæðisflokkur, karla og kvennavinstrigrænir, karla og kvennafrjálslyndir og karla og kvennaneyðarstjórn kvenna.
Karlar fengju að kjósa sér karlaflokk og konur fengju að kjósa sér kvennaflokk. Karlar fengju að velja 31 þingmann konur 31 þingkonu og svo fengi það kyn sem duglegra væri að mæta á kjörstað aukaþingmann/konu. Þetta gæti skapað kynjajöfnuð á alþingi þótt ekki næðist endilega jöfnuður í flokkunum.
Reyndar tel ég flokkaþvæluna vera að eyðileggja traust og truverðuleik saklausra manna. Það eru margir góðir menn í öllum flokkum en flokksræðið hefur oft eyðilagt sjálfstæði þingmanna til að segja sína skoðun og velja eftir sinni sannfæringu. Því tel ég að einstaklingsframboð vera betri leið en að sjálfsögðu mætti samt hafa það þannig að konur kysu konur og karlar kysu karla.
Stjórnmálaflokkar tryggi jafnræði kynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2009 | 20:25
Er verið að egna einhverja gildru?
Mótmælasamstaðan hefur verið frábær og vakið heimsathygli. Lamaðri ríkisstjórn var sparkað og kosningar í námd. Breytingarnar eru ekki komnar en munu koma. Staðreyndin er sú að árangur sá sem náðst hefur er stórt afrek. Þótt skrefið sé stutt er það skref í rétta átt. En er flokkspólitíkin að splundra þjóðini, en er Esb að kljúfa þjóðina og Ekki gefst Davíð upp við að kljúfa þjóðina í tvent.
Ég er ekki sáttur við þrásetu Davíðs því ég tel nauðsynlegt að henda burt þeim deilum og efasemdum sem kljúfa þjóðina til að tryggja áframhald samstöðunar. En það eru ekki allir sáttir við aðförina að Davíð enda tel ég og örugglega fleiri að hann hafi verið einn af sterkustu stjórmálaleiðtogum Íslands. Pólitíkin á því stóran þátt í þessari aðför.
Mistök eru vissulega hluti af orsök þess óstands sem fáir sáu fyrir. Það hefur alltaf hægt að vera vitur eftirá en það sem er búið og gert er búið að gera. Davíð er helst umdeildur fyrir að tala óvarlega hafa staðið fyrir einkavæðinguni og jafnvel að hann hafi lækkað innistæðukröfu bankana. (mig minnir reyndar að hann hafi mótmælt þeirri kröfu)
Davíð talaði óvarlega í kastljósþætti er hann vidi ekki borga skuldir þessara óreiðumanna. Gagnrýndi fyrverandi forsetisráðherrann, sagði hann ákvörðunarfælnan. Sagt er að hann sé alltaf tilbúnn með högg á sína andstæðinga að hann hafi lekið út um skodastöðu Kristjáns Þorgerðarmaka, Lúðvík og Björgvin. Getur verið að ný ríkisstjórn vilji þagga Davíð?
Nýjasta sprengja hans er að neita að fara eftir tilmælum Jóhönnu dagin fyrir fyrirhuguð mótmæli við seðlabankann. Er maðurinn virkilega að biðja um læti? Vill hann kanski læti til að koma óorði á byltinguna? Ég er hræddur um að mótmæli morgundagsins muni ekki fara vel. Þarna tel ég að verið sé að egna gildru til að drepa mótmælin.
Mistök í mótmælunum geta haft mjög slæm áhrif á orðspor og samstöðu mótmælenda. Mistökin geti líka haft áhrif um allan heim því heimsathyglin er hér takist að splundra samstöðuni drepur það líka samstöðu erlendis. Ég hef illan bifur á mótmælum morgundagsins. Þau gætu verið gildra.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)